Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Side 33

Eimreiðin - 01.01.1925, Side 33
EIMREIÐIN HALLVARÐUR í NESI 29 hann vildi vera skjól lítilmagnanna, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Og þá var mér ekki heldur úr huga horfið skap Hallvarðs, hlýtt og meyrt, en annars stint sem stuðlaberg og sveigjulítið, ef svo bar undir, og hitt, að hann þoldi hvergi smámensku eða yfirvarp lítilmenna. Það raknaði alt fyrir mér frá æskunni til yfirstandandi tíma. Búskapurinn í Nesi, þessu höfuðbóli, sem hafði gengið að erfðum í nokkura liði, var mér ekki úr minni liðinn, eða risnan stórmannlega, er kom jafnt fram við auma sem auðuga. Og metnaður Hallvarðs var mér ekki gleymdur. En þar fölskvaði þó kannske helzt. Mér var ekki alls kostar grun- laust, að metnaðurinn hefði stundum verið ekki síður af kappi en forsjá. Fjarri metnaðinum mundi varla hafa staðið sá mikli góðhesta fjöldi, er Hallvarður hélt jafnan. Hann sparaði aldrei kaup gæðinga og uppeldi eða hald þeirra. Hjá honum var líka hver snillihesturinn öðrum betri og meiri, en þó var Skolur þeirra mestur. Og þegar mér kom Skolur í hug, var sem minningarnar rektu alt til lokins, vægðarlaust. Þær sýndu mér Hallvarð aftur — sýndu mér hann á dánarbeðinum, þegar hann hafði tekið andköfin. — Við Hallvarður vorum jafnaldra. Þegar við vorum komnir til aldurs og þroska og hann var tekinn við búi og föðurleifð í Nesi, fluttist eg í aðra sýslu. I þann tíma ólust upp nokkrir góðhestar hjá Hallvarði. Einn þeirra var foli á fjórða vetur, skolbrúnn að lit og nefndur Skolur. Sá hestur var fríður og gæðinglegur, og ekki var höndunum kastað að uppeldi hans. Á sumrum gekk hann i víðum og grasgóðum afréttum og naut þar frelsis fjallanna með öðru stóði, en á vetrum stóð hann við töðustallinn og korngjöf og var drykkjaður á spenavolgri nýmjólk. Skolur varð afbragð annarra hesta og enginn þóttist hafa kunnað eða kunna slíkan hest. Fór saman hjá honum frækn- leikur og snilli og fegurð, skjótleikur og skapmýkt. — Vináttu okkar Hallvarðs förlaði ekki, þótt eg flyttist af
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.