Eimreiðin - 01.01.1925, Side 37
EIMREIÐIN
HALLVARÐUR í NESI
33
Mig fýsti að hjálpa rjúpunni, væri þess kostur. En eg
þurfti ekki að velta því lengi fyrir mér, að það mátti ekki
yerða með öðrum hætti en þeim, að elta hana og ná henni.
Eltingin hlaut að auka hræðslu hennar og þjáningar, og hvarf
eS þegar frá því. Eg sá, að réttast mundi ao áreita ekki
vesalings rjúpuna — og var þó ilt að geta ekkert liðsint henni.
Eg hélt því leiðar minnar. En eg fékk ekki varist því, að
þetta vekti mér áhyggjur og í sambandi við það rifjuðust upp
fyiár mér þessi orð Gríms læknis: >Honum ætti að batna«.
Vmiss vafaefni ruddust fram í huga minn. Hvað mundi í
raun og sannleika liggja í þessum orðum? Og hvað mundi
annars hafa falist undir þessum stuttu og stríðU; svörum
Gríms læknis? Var það víst, að þau væru sprottin af kald-
lyndi eða stirðlyndi?
Því lengur sem eg velti þessu fyrir mér, því torræðara
varð mér, að lundstirfni Gríms læknis hefði ein valdið svör-
uni hans.
Eg vissi fyrir víst, að Grímur læknir mat Hallvarð í Nesi
mest allra héraðsbúa sinna. Honum var það manna ljósast,
þar félli nýtur maður og drengur góður, er Hallvarður
væri. Og honum — lækninum — hlaut að vera fullljóst, hvort
yf'r Hallvarði vofði lífshætta eða ekki.
Var ekki hugsanlegt, að það feldist bak við svör Gríms
læknis, að hann teldi vafa á bata Hallvarðs? Víst mátti eg
m'nnast þess, að hann taldi bezt að hlífa Hallvarði við tali.
^ar ekki enn fremur hugsanlegt, að um heilsufar Hallvarðs
vildi Grímur læknir sízt ræða, eins og á stæði, og þess vegna
hefði eg átt til hans óljúft erindi?
Eg get ekki neitað því, að eftir nokkura umhugsun varð
mer mikið til skiljanlegt, að svo mundi hafa getað verið. *
°S svo mintist eg þess, að Grímur læknir beiddi mig að
k°ma til sín, þegar eg færi frá Nesi.
^ar óhugsandi, að undir þessu hefði getað falist það, að
^ann byggfst við, að þá yrði Hallvarður látinn? —
Gat það ekki verið harmur Gríms læknis, sem hefti mál
hans? — _
3
L