Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 39
EIMREIÐIN
HALLVARÐUR Í NESI
35
nu að votta fyrir einhverjum svipbrigðum. Það mátti helzt
æila. sýndist mér, að undir yfirborði þess hreyfðist nokkur
hugarólga, og jafnvel augun, sem annars voru ósköp sljó og
þreytuleg, urðu ofurlítið hvassari og skýrari.
— Það hafa mér vitanlega engir óvingast við mig um dag-
ar|a, aðrir en þessir þrír menn, Sigurður stúdent, Hjörleifur í
Botni og Páll á Fit — en hann lézt nú í fyrra.............Þeir
hafa reynt að vinna mér óþurftarverk — á bak við mig............
Mér fanst jafnvel votta fyrir skapbrigðum hjá Hallvarði, er
hann sagði þetta, og það var mér ekki alveg óttalaust. Hann
dæsti þungt og mér sýndist brúnasvipur hans taka einhverri
breytingu. Eftir ofurlitla þögn spurði hann:
~~ Er Þorgerður mín hér inni?
Eg sagði, að svo væri ekki.
— Þú veizt, að rótin að óvingan þeirra við mig er gömul
°S djúpstæð. — Enginn þeirra ætlaðist til, að Þorgerður yrði
húsfreyja m í n .
Hér þagnaði Hallvarður allsnögglega og stundi við og
hendi meira mæðinnar. En þau litlu svipbrigði, sem mér
sýndist hafa orðið hjá honum, hurfu, og það var eins og
meiri ró færðist yfir hann.
Nú er eg að hugsa um að fyrirgefa þeim, þessum
°vinum mínum. Eg hefi verið að reyna, með aðstoð hennar
Þorgerðar minnar, að gera mér ljóst hvernig mennilegast yrði
háttað fyrirgefningunni, og eg held að við höfum fundið henni
hann búning, er duga muni.
Hallvarður beiddi mig að þerra svitann af enni sér og þagn-
aði svo lítið eitt.
~~ Fjárhagur Sigurðar stúdents hefur lengi óhægur verið.
^lzta dóttir hans er nú á átjánda vetur, efnisstúlka og eftir-
mVnd móður sinnar. En hún hefur þann heilsubrest, að hún
ær sín í engu notið til fulls. Grímur læknir og aðrir læknar
jHja, að hún mundi fá bót meina sinna, gæti hún dvalið í
e'lsuhæli erlendis fult ár, en það er látið fylgja, að sú dvöl
0sti niinst átta þúsundir króna. Eins og þú veizt, þá á Sig-
jjrður stúdent þess engan kost að fá henni fararefni. — Við
j]°nin leggjum henni tíu þúsundir til fararinnar. En — þetta
e hemur aldrei í hendur föður hennar.