Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 42
38
HALLVARÐUR í NESI
EIMREIDIN
titrandi rómi, undur lágt, slitrótt og nærri óskiljanlega. Þegar
eg sté af baki — drap Skolur höfði að jörðu — — blóð
rann úr nösunum — — — dauður.
Hér liðuðust orð Hallvarðs sundur, eigi ólíkt sloknandi
ómi í fjarska.
Hann þraut málið og því varð þögn — dauðaþögn.
Eg sá, að augu hans flutu í tárum. En svo hugrakkur var
eg ekki, að eg gæti horft í þau társtokkin og deyjandi.
Hvort sem mér var ljúft eða leitt, varð eg að líta undan —
en um hönd hans hélt eg. — —
Nokkur augnablik virtust líða.
Svo varpaði hann öndinni, snögt og stutt, og greip býsna
fast um hönd mína.
í sömu svipan varð hönd hans máttvana.
Aftur andvarp — styttra og aflminna.
Fyrir þriðja andvarpinu vottaði, en það — kafnaði. —
Mér varð aftur litið framan í Hallvarð.
Eg sá, að augu hans flutu enn í tárum — brostin.
Einar Þorkelsson.
Vísindi, sálarrannsóknir og kirkja.
Hver sem fylgist með í rannsóknum þeim á sálarlífi manna,
sem fram hafa farið síðustu áratugi víðsvegar um heim, og
einu nafni kallast sálarrannsóknir, mun hafa veitt því eftir-
tekt, að mótspyrnan gegn staðreyndum þeirra kemur aðallega
úr tveim áttum, annarsvegar frá raunvísindunum svonefndu
og hinsvegar frá kirkjunni. Með þessu er ekki sagt, að allir
fulltrúar raunvísinda og kirkju eigi hér óskift mál. Margir
beztu menn úr fylkingarörmum þessara tveggja dómþinga
mannkynsins hafa snúist gegn sínum eigin samherjum og beitt
sér fyrir hinum nýja málstað. En lengi framan af hlutu sálar-
rannsóknamenn þessir ekki annan dóm en þann, hjá stéttar-