Eimreiðin - 01.01.1925, Side 43
Eimreiðin VÍSINDI, SÁLARRANNS. OQ KIRKJA 39
bræðrum sínum, að þeir væru ekki með öllum mjalla. Það
bezta, sem hægt var að segja um þá, var þetta, að þeir væru:
Draumóramenn, sem skapa í skýja-firð
skínandi von, er menskri sjón var byrgð,
eins og F. W. H. Myers kemst að orði í kvæði sínu: Endur-
nV)un æskunnar. Ihaldssöm vísindi og íhaldssöm kirkja bund-
Ust samtökum gegn þeim boðskap, er fjöldi ágætra manna
hafði að flytja sem árangur og niðurstöðu af margra ára
rannsókn og leit um hin dularfullu svið sálarlífsins. Orsakir
motspymunnar voru ólíkar hjá vísindum og kirkju, og sam-
íökin voru heldur ekki gerð að fyrirhuguðu ráði. Vísindi og
hirkja höfðu þvert á móti staðið á öndverðum meið. Þeim
bar svo margt á milli. En þegar að því skyldi koma, að ný
Þekking gerði að engu þær torfærur, sem áður voru í vegi
bess, að lífsskoðun kirkjunnar gæti samrýmst lífsskoðun vís-
■ndanna, risu þessi tvö reginöfl upp til andstöðu. Framkoman
yar lík eins og þegar ofdrykkjumaður svarar hjálparviðleitni
vinar síns með skömmum og sýnir sjálfum sjer banatilræði
að nýju með því að drekka enn fastar enn áður. íhaldssamir
Vlsmdamenn sögðu, að svonefnd dularfull fyrirbrigði væru tóm
’vgi og svik, því fyrirbrigðin kæmu alveg í bág við lögmál
náttúrunnar. íhaldssöm kirkja sagði, að fyrirbrigðin stöfuðu
frá djöflinum og sannaði mál sitt með tilvitnunum í Gamla-
íestamentið.
Þessi vígi stóðu þó ekki lenai ósködduð. Það hrundi fljótt
ur þeim. Flestir áttuðu sig á því, að Iögmál náttúrunnar eru
margbreytileg og fleiri en vísindunum er kunnugt um. Og
margir tóku kirkjuna ekki meira en svo alvarlega, þegar hún
hélt því fram, að fyrirbrigðin stöfuðu frá djöflinum. En það
Vnr annað, sem nú kom til skjalanna. Mótstöðumenn málsins
Satu ekki til lengdar neitað því, að fyrirbrigðin gerðust. Til
þess voru sannanagögnin of sterk. En nú héldu ýmsir sálar-
rannsóknamanna því fram, að fyrirbrigðin hefðu sannað fram-
ha/dslif einstaklingsins eftir /íkamsdauðann. Þetta var gífur-
'eS staðhæfing. Það var engin furða þótt mörgum gengi illa
ab melta þetta. Gat það verið, að draumurinn um annað líf
v®n orðinn að veruleik. Var það hugsanlegt, að framhalds-