Eimreiðin - 01.01.1925, Síða 45
Eimreiðin VÍSINDI, SÁLARRANNS. OQ KIRK]A 41
e9 rökin hjá McCabe sem nokkurveginn algilt sýnishorn þeirra
niotmæla, sem fram hafa komið úr herbúðum efnishyggjunnar
9egn sanngildi sálarrannsókna og andahyggjunni. Eg efast
um, að völ sé á öllu ítarlegra dæmi hvað snertir þessa hlið
málsins. Um hina hliðina, ágreininginn út af málinu milli anda-
Wggjunnar og kirkjunnar, veit eg ekkert betra sýnishorn en
fitgerð eftir Sir Oliver Lodge, sem hann reit í eitt aðalmálgagn
ensku biskupakirkjunnar, vikublaðið The Guardian, síðastliðið
haust, og svar eftir prestinn T. ]. Hardy, í sama_blaði, við
þessari ritgerð. Skal eg síðar
víkja að því nánar.
Það var í nóvember 1919,
að stjórn þekts félags f Lund-
únum (The Rationalist Press
Association) bauð Sir A. C.
^oyle að heyja opinbera kapp-
ræðu við Joseph McCabe um
andahyggjuna. Sir Arthur tók
tegar boðinu. Kappræðan skyldi
fram fara 11. marz 1920. Tími
var því nægur til undirbúnings.
Skyldi fundurinn fara fram í
Queen’s Hall, sem stendur við
eina aðalgötu borgarinnar, Re-
gent Street. Queen’s Hall er
emhver stærsta og fegursta sönghöllin í Lundúnum, sann-
nefnd dísarhöll, eins og Einar skáld Benediktsson skírir hana
• fyrirsögn síns snjalla kvæðis. í söngsal þessarar miklu bygg-
'ngar eru sæti fyrir 3000 áheyrendur. Kvöld það er kapp-
r$ðan skyldi háð, var hvert einasta sæti skipað. En auk þess
Var alt hið geysistóra söngsvið og pallurinn, þar sem hljóð-
faerasveitin hefst við, þegar söngleikar eru háðir, hvortveggja
afskipað fólki. Það mun hafa látið nærri, að þarna væri
Saman komnir rúm 5000 áheyrenda. Það var auðséð, að fólkið
hjóst við tíðindum. Undir eins um miðjan febrúar voru allir
fölusettir aðgöngumiðar að mótinu uppseldir, og það var af
hfeinni heppni, að eg náði í allgott sæti.
Ræðumenn höfðu báðir jafnlangan tíma til umráða, en ]o-