Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1925, Side 50
46 VÍSINDI, SÁLARRANNS. OQ KIRKJA EIMREIÐIN fræði rétttrúaðra vísindamanna, þótt læknisfræðin sé þegar farin að færa sér sumar þeirra í nyt. Eitt þessara einkenni- legu fyrirbrigða er dáleiðslan, sem margir læknar þekkja nú orðið allvel. Annað fyrirbrigði, sem ekki hefur verið eins ítarlega rann- sakað eins og dáleiðslan, er skygnin og fjarhrifin. Menn fá skeyti aðrar leiðir en um skilningarvitin. Huglestur er ein tegund þessara fyrirbrigða. Ef til vill er einfaldasta skygnin sú að geta sagt innihaldið úr lokuðum bréfum, sem sjáand- anum er fengið í hendur. Fjöldi alvarlega leitandi rannsóknar- manna hafa gengið úr skugga um, að til séu menn gæddir þessum dulargáfum. Sumir álíta, að fyrirbrigði þessi orsakist af einhverjum háspenningi skynfæranna, en geta þó ekki rök- stutt þetta neitt nánar. En vér komumst ekki framhjá stað- reyndunum. Hinsvegar getum vér farið varlega í skýringartil- raunum. Það er háttur vísinda að bíða og sjá hvað setur. Sem stendur gera þau það á ýmsum sviðum eðlisfræðinnar, t. d. hvað snertir hinar nýju kenningar um þyngdarlögmálið og ljósvakann. Menn ganga einatt úr skugga um staðreyndir löngu áður en skýring fæst á orsökum þeirra, og þótt vís- indaleg skýring fáist, er hún aldrei alger. Annar flokkur þessara fyrirbrigða eru mókleiðslugáfurnar (trance phenomena) og öfl þau, sem með náttvitundinni búa. Það hefur komið í ljós, að menn hafa í leiðslu lýst fjarlægum viðburðum, ýmist úr fortíð, samtíð eða jafnvel framtíð. Það er eins og vitund miðlanna víkki og verði alvís. Ollu líklegra er þó hitt, að aðrar vitsmunaverur sendi skeyti gegnum líffæri miðilsins eins og í gegnum talsíma. Sumir hallast að fyrri skýringunni, hinni svokölluðu vitundarþenslu, aðrir að þeirri síðari. En allir, sem hafa rannsakað miðla nokkuð til hlítar, eru sannfærðir um veruleik fyrirbrigðanna. Þá fer höfundurinn nokkrum orðum um eðli innblástursins. Vér vitum ekki hvernig skáld, helgir menn og dulspekingar öðlast vitranir sínar. Löngum hefur verið álitið, að þær væru véfréttir frá æðri sviðum tilverunnar, sem er mjög sennileg tilgáta. En vegna þessa hafa vitranirnar stundum verið taldar . óskeikular, en það eru þær ekki. Vér getum ekki skoðað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.