Eimreiðin - 01.01.1925, Side 74
EIMREIDIN
Unglingurinn í skóginum.
(Expressíónistiskum skáldskap er fremur ætlað að valda hughrifum
fyrir hreims sakir og hljómrænnar notkunar orða en hins, að gefa ein-
hverja eina rétta efnislausn. Expressíónistiskt kvæði getur brugðið upp
fyrir áheyranda hinum fjarskyldustu viðhorfum í sömu andrá. Expressíón-
ismus er hillingaleikur, eins og reyndar öll list, meir eða minna; hann
skírskotar til ímyndunaraflsins, án þess þó, að skynsemi nokkurs manns
þurfi að fara varhluta af því, sem hann hefur á boðstólum, og hver,
sem sneyddur er gáfu til ímyndunar, gengur slyppur frá borði þar sem
hann er annarsvegar. Expressíónisminn er í sjálfu sér eins gamall og
listin, þótt nafnið sé eigi eldra en frá sfðustu öld; hans hefur stundum
gætt meir, stundum miður, í sögu listanna, en má heita þungamiðja allrar
tízkulistar, hvarvetna. Höf.)
Mig dreymdi eg gengi í skóginn, eins og í fyrra, er eg
gekk með sföllu minni; og stóð í rjóðrinu við lækinn.
Og þá kemur unglingurinn í skóginum, með ungan teinung
í hendi sér, hleypur fram á bakkann, klæddur skikkju, sem
er ofin úr laufum.
Og hann lýtur niður að læknum, tekur vatn í lófa sér,
þeytir í Ioft upp og segir;
Eia!
Eia, vatn! Eia, perlur!
Eia, leikur,
leikur í sólskini
úti í skógi!
Hvað er í fréttum síðan í fyrravor?
Hver fór í skóginn,
kysti anemónur og hló,
anemónur og anemónur
og fór að gráta?
Táta,
komdu, táta,
komdu, litla nótintáta,
að kyssa pótintáta
úti í skógi!