Eimreiðin - 01.01.1925, Page 75
ElMREIÐi n
UNGLINGURINN í SKÓGINUM
71
Svei attan!
Litla títa,
litla hvíta mýrispýta,
lindargullið og flugan mín,
eg er kominn að sjá þig, sjá þig,
og heiti Máni af Skáni,
kominn frá Spáni
til að sjá þig,
spámáni frá Skáni,
skámáni frá Spáni,
frá Skámánaspáni,
og vil fá þig, fá þig. —
Eg vil ekki sjá þig!
Uss, eg þekki þig,
hvað þú ert Iítil,
lítil og skrítin!
Því eg er Safír
frá Sahara í Aharabíu,
Saba í Abaríu
og veit alt.
Abari frá Sabarí
Saraba í Arabíu
og veit altaltaltaltaltalt.
Alt.
Þú veizt ekki neitt, ert ekki neitt!
Hann laut höfði og skoðaði lindina, hvað speglaðist í
kvikum gárunum:
Tyaer stöllur leituðu að tröllahöllum og lölluðu inn í skóg
°9 kölluSu og spjölluðu og skölluðu —
svo tók að kvelda:
slakna strengir eólunnar,
alt tekur að hljóðna,
unz eldar miðaftans danza þöglir í laufinu.