Eimreiðin - 01.01.1925, Side 76
72
UNGLINGURINN í SKÓGINUM
eimreiðiN
Og hann rétti mér höndina, benti til sólar og söng:
En kliður dagsins
í kveldsins friði
eyddist,
og niður lagsins
í eldsins iði
deyddist. —
Eia, eg er skógurinn,
skógurinn sjálfur,
morgunskógurinn drifinn dögg
og demantalandið,
nei, eg er miðaftanskógurinn,
málþrastarharpan,
kvakandi kveldskógurinn,
rökkurviðurinn,
vafinn hvítum þokum,
vorskógurinn,
angan guðlausra jarðdrauma,
himneskur losti
heiðinnar moldar.
Og skepnan öll drekkur sig drukna undir mínum laufum.
Eg er þúsundlitur haustskógarsymfóninn;
sjá, blöð mín falla,
þau falla til jarðar
og deyja,
troðin stígvélum fuglarans,
en haukarnir tylla sér á hvítar greinar.
Og hundar galdramannsins
snuðra í fclnuðum laufhaddi mínum.
Þá þótti mér eg fara að gráta, og þá vaknaði eg.
Halldór Kiljan Laxness.