Eimreiðin - 01.01.1925, Page 77
EIMREIDIN
Lífgjafinn.
Eftir W. W. Woodbridge.
(Islendingur í Bandaríkjunum, A. S. Mýrdal að nafni, hefur sent Eimt.
S09u þessa til birtingar, í þýðingu eftir sig. Sagan hefur huarvetna hlotið
einróma lof. Sumir prestar þar vestra hafa jafnvel Iagt út af henni í
stólræðum sínum og margir þjóðkunnir menn í Bandaríkjunum hafa
°pinberlega lokið á hana lofsorði. Sagan er þýdd fyrir Eimt. með
sórstöku Ieyfi útgáfufélagsins Smith Kinney & Co. í Tacoma, Washing-
*°nfylki, sem á útgáfuréttinn).
Það var fyrir löngu að þessi saga gerðist.
. E9 sé aldrei suo farlama mann, að mér ekki komi dagur-
inn sá í hug.
Himininn grét. Hvergi greindi skýjaskil. Mér fanst öll til-
Veran flóa í tárum. Svo kom hún mér þá fyrir sjónir.
Menn gengu atvinnulausir hópum saman, og eg hafði ekk-
ert að gera. Nóttina áður hafði eg sofið á köldu múrgólfinu
1 fangelsi borgarinnar. Eg svaf eins og úttaugaður hundur
Sefur eftir árangurslausa veiðiför.
^lla liðlanga nóttina á undan hafði eg ráfað fram og
aftur; mér fanst eg ekki geta fengið af mér að fara þarna
*hn. Og þannig fór allur dagurinn einnig í árangurslausa leit
mat, skýli og vinnu. Þetta gat ekki gengið þannig til
lengdar, og um kvöldið skjögraði eg inn langa, þrönga for-
salinn í fangelsinu, þar sem mér var hleypt inn í klefa með
larngrindum fyrir, en þar voru um hundrað aðrir menn inni.
^9 þarna lá eg eins og dauður maður á köldu, hörðu gólf-
*nu um nóttina.
En það er af deginum eftir nóttina í fangelsinu sem eg
æ*la að segja ykkur, því hann er þýðingarmesti dagurinn í
f'fi mínu. Það var þá sem eg fann lífgjafann.
. E9 var sárþreyttur í fótunum. Sál mín grét með himn-
Jnum. Eg stóð, eins og einmani á eyðimörku, á horni fjöl-