Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Side 78

Eimreiðin - 01.01.1925, Side 78
74 LÍFGJAFINN eimreiðin farins strætis í stórri borg. Og þá nam maður staðar við hlið mér. Hann var á stærð við mig, bæði að hæð og gildleika. Mér varð litið framan í hann, og mér fanst, að þessi maður hefði getað verið eg sjálfur, ef — En neyðin rak alla íhugun á flótta, og eg tók í handlegg mannsins. Eg er soltinn, sagði eg blátt áfram. Hann sneri sér hægt við og virti mig fyrir sér. Fyrst at- hugaði hann nákvæmlega alt ytra útlit mitt, alt ofan frá renn- blautri húfunni, sem eg hafði á höfðinu, og niður á skógarm- ana mína. Því næst leit hann í augu mér og virtist rannsaka sál mína í gegnum þau. Þarna stóð eg úrræðalaus og feiminn. Eg brosi þegar eg hugsa um þetta nú, en þá var öðru máli að gegna. ]æja, sagði hann eftir stundarþögn. Setjum nú svo að þér væri gefið að éta. Hvað þá? Eg færði þunga líkamans á víxl af einum fætinum á annan. Eg mundi reyna að fá mér einhversstaðar eitthvað að gera, sagði eg í hálfum hljóðum. Þú mundir reyna? spurði hann. Já, reyna, svaraði eg, þó að til lítils yrði. Nú vantar hvergi menn. Eg mundi nú samt reyna þetta. En það er ekki það, sem eg er að hugsa um núna. Það sem eg þarfnast er mat- ur. Eg er soltinn. Getur þú hjálpað mér? Nei, svaraði hann, og vottaði fyrir meðaumkvun í röddinni. Eg get ekki hjálpað þér. Enginn maður getur það. En þú gætir þó gefið mér að éta, sagði eg hálf önuglega. Það er ekki matur, sem þig vantar! sagði hann. Hvað er það þá? spurði eg. Það er lífgjafinn, sem þig vantar, svaraði hann. I þessum svifum bar að annan mann, sem tók að tala við hann um einhver áhugamál. Eg var farinn að staulast aftur af stað út í ömurlegt úðaregnið, þegar hann kallaði til mín og rétti mér nafnspjaldið sitt. Maður, farðu og findu lifgjafann, sagði hann, og þegar þú hefur fundið hann skaltu koma til mín. Koma til þín! Til hvers? spurði eg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.