Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Page 80

Eimreiðin - 01.01.1925, Page 80
76 LÍFGJAFINN eimreiðiN En draumur minn var þessi: Mig dreymdi að eg vaknaði. Það er furðulegasti viðburð- urinn í draumnum. Því í svefninum var eg mér þess með- vitandi, að eg hafði sofið, sofið frá upphafi vega. Og eg sá sjálfan mig þarna á spilaknæpunni sofandi. Svo sá eg sjálfan mig hrökkva við, opna augun og litast um. Hvað vakti mig? spurði eg í draumnum. Þú vaknaðir sjálfur, svaraði nálæg rödd. Eg leit í kring um mig, en kom ekki auga á nokkurn mann. Hver ert þú? spurði eg. Eg er lífgjafinn, var svarað. En hvar ertu? Eg er falinn í þinni eigin sál! Eg velti svarinu fyrir mér um stund. Hvernig komstu þangað? stamaði eg að lokum. Eg var borinn þar. Hvernig stendur á því, að eg hef ekki vitað af þér fyr en nú ? Enginn veit af mér, svaraði röddin, fyr en hann vaknar. Enginn! Ert þú þá einnig í sálum annara manna? I hverri sál er lífgjafi, sem getur fært fjöll úr stað og breytt úthöfunum í þurt land. Þá hlýtur þú að vera trúin, sagði eg. Já, eg er trúin, en eg er meira en trúin. Eg er kraftur sá, sem knýr mennina fram mót ógnum Heljar og veitir þeim sigurinn að lokum. Þá hlýtur þú einnig að vera sjálfstraustið. Eg er meira en sjálfstraustið. Eg er kraftur sá, sem knýr veikan reyrinn til að standast alla storma. Þú ert valdið! hrópaði eg. Eg er meira en valdið, svaraði röddin. Eg er kraftur sá, sem gerir ómennið að dýrðling og þrælinn að drottnara. Þú ert metnaðurinn, nú þekki eg þig! hrópaði eg. Já, svaraði röddin, eg er alt þetta, sem þú nefndir: trú, sjálfstraust, vald, metnaður, en eg er meira. Eg er þetta ósegjanlega, sem hver einasti maður verður að finna í sál sinni, eigi hann að geta hafið sig upp úr hisminu og lifað eins og sannur maður. En hvernig get eg fundið þig?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.