Eimreiðin - 01.01.1925, Page 82
eimreiðin
Sig. Kristófer Pétursson: HRVNjANDI ÍSLENZKRAR TUNGU.
Reykjavík 1524. 439 bls.
Höfundur bókar þessarar þóttist taka eftir því fyrir nokkrum árum,
að fagurt ritmál væri háð einhverjum ákveðnum lögmálum, og verkefni
þessarar rannsóknar hefur verið að finna þessi lögmál, að sýna fram á
reglur þær, er væri ráðandi hjá góðum íslenzkum rithöfundum að fornu
og nýju. Ef unt væri að komast að fastri niðurstöðu í þessu vandasama
máli og setja fram reglur, er ekki mætti rjúfa fil tjóns fyrir fagurt mál
og skipulagsbundna hrynjandi, væri íslenzkri málvfsi og rithöfundum
vorum mikill fengur að slíkri rannsókn.
Höfundurinn byrjar á því að greina öll orð málsins í einliði, tvíliði
og þríliði og athugar þvínæst afstöðu hvers liðar fyrir sig í setningu:
einliður getur verið stúforð, hvikorð eða einkvæður forliður, tvíliðir eru
ýmist framliðir, forskeyttir tvíliðir, frumliðabræður, stæltir tvíliðir, sporð-
liðir o. s. frv., þrfliðir eru nefndir frumliðir, forskeyttir þríliðir, frum-
liðabræður, stæltir þríliðir, sporðliðir o. fl. Þvínæst gerir hann grein
fyrir hendingaskilum (setningarhlutum eða lotum), rannsakar þessu næst
hluta hverrar hendingar, er hann nefnir kveður, eins og t. d.: húsinu
stendur | flóðhætta af | sjónum. Þvínæst flokkar hann hendingar í tvíliðu-
ættir (þar sem mest ber á tvíliðum í hendingu), þrfliðuættir (þar sem
mest ber á þríliðum), skiftuættir (þar sem skiftast á tvíliðir og þríliðir),
eindynuættir (þar sem einn þríliður er í hverri hendingu), tvídynuættir
(þar sem tveir þríliðir eru f hendingu), þrídynuættir (þar sem þrír þríliðir
eru í hendingu), klifuættir (hendingar, er hafa þrílið í fyrstu hákveðu og í
lokakveðu), refbragðaættir (þar sem sérstök orð verða samhverf), og enn
er sérstakur kafli um stuðlaföll, einkenni stuðla f bundnu og óbundnu
máli og Ioks aragrúi af dæmum úr fornum ritum og nýjum til sönnunar
kenningum höfundar.