Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 90

Eimreiðin - 01.01.1925, Qupperneq 90
86 RITSJÁ eimreiðin rétt, lög, ríki o. s. frv. og lýkur með því að gera grein fyrir, hvað þurfi til að stjórna málum þjóðar svo vel fari. Telur hann það aðallega fernt: 1. Að þekkja þarfir þjóðarinnar, sem stjórna á. 2. Að finna ráð og tæki til að fullnægja þeim þörfum. 3. Að fylgja hinum fundnu ráðum í framkvæmd. 4. Að mæla árangurinn af ráðstöfunum þeim og framkvæmdum, sem gerðar hafa verið, til þess að vita, hvort þær hafi náð tilgangi sínum. Hvernig á nú að finna réttu mennina til alls þessa? spyr höf. Vér, sem höfum þingræðið, felum það þingum og stjórn, sem þingið kýs, því í þingræðislöndunum er hin löggefandi skynsemi þjóðarinnar þingið. En á þingræðinu eru agnúar, og lýsir höf. þeim. Þingmenn komast á þing fyrir tilstyrk stjórnmálaflokka, sem eru stríðandi heildir, og þar með er illgresinu sáð í þjóðmálaakurinn. Stjórnmálaskoðanirnar verða að trúarsetningum, sem foringjar flokkanna svefja með almenning, en þingframbjóðandinn er á milli tveggja elda: samvizku sinnar og flokks síns. Fer þá oft svo, að samvizkan verður að lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum flokksins. Þegar á þing er komið, er ástandið það sama. Flokkaskiftingin hefur óholl áhrif á meðferð þeirra mála, sem hún nær til, en í þeim málum, sem flokkaskiftingin ræður ekki, koma „hrossa- kaupin" tíðum til sögunnar. Stjórnin er einnig flokksbundin, en afleið- ingin af því er: tíð stjórnaskifti og þar af Ieiðandi los og vanþekking þeirra, er með völdin fara. í III.—VI. kafla bendir höf. síðan á ráð til þess að bæta þá galla, sem á eru. Hér er ekki rúm til að lýsa þeim tillögum nánar, en enginn þingmaður í þessu landi skyldi ógert láta að kynna sér þær út í æsar, því þar er í fjölmörgum atriðum bent á úrlausnir, sem koma mættu að miklu haldi. Höf. leggur meðal annars til, að kjósendum sé gert að skyldu að neyta kosningarréttar síns, en fái jafnframt að kjósa þann á þing, sem þeir treysta bezt, án tillits til þess, hvort sá er á kjörseðli eða ekki, vill afnema kjördæmaskiftinguna, en hafa almenna Iandskosning, vill skifta stjórnarstörfunum milli tveggja manna, stjórnarherra og ráð- herra, og sé starf hins fyrnefnda aðallega fólgið í því að annast hin daglegu stjórnarstörf framkvæmdarvaldsins, en hins síðarnefnda að sjá um undirbúning löggjafar og ráða fram úr nýjum vandamálum, ieggur á ráðin um það, hvernig kjósa skuli þessa menn o. s. frv. Skiftar munu skoðanirnar verða um það, hvort framkvæmanlegar séu tillögur Q. F. um mælingar þær á gerðum embættis- og sýslunarmanna þjóðarinnar, sem hann telur fært að gera, til að sýna með starfshæfileika þeirra og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.