Eimreiðin - 01.01.1925, Page 100
96
RITSJÁ
eimreiðin
nema einu (frá 15. öld) og í öllum hinum elztu og beztu. Þessi bók dr.
Valtýs mun að líkindum verða vinsæl á Norðurlöndum, ekki síður en
bók Rosenbergs var á sinni tíð, og hefur höfundinum tekist hér að gefa
góða heildarmynd af lífi og háttum forfeðra vorra.
ICELAND REVISITED (ísland heimsótt að nýju) heitir grein, sem
enski kennarinn og blaðamaðurinn Howard Little reit í vikublaðið Truth
3. september síðastliðinn. Hann kom hingað snögga ferð fyrir rúmum
þrjátíu árum og nú aftur síðastliðið sumar. Lýsir hann í greininni, hvernig
breytingar þær, sem á hafa orðið hér á Iandi þenna tíma, koma honum
fyrir sjónir. Hann er ekki hrifinn |af framförunum, en Iofar þó landið
þrátt fyrir þær. Honum finst við íslendingar ekki meta vora eigin inn-
lendu menningu að verðleikum, en sú aðflutta sé í fullmiklum hávegum
höfð, þótt miklu lélegri sé. Þetta mun ekki fjarri sanni, og reynist hér
sem oftár, áð glögt er gests augað. Annars er greinin rituð af hlýleik
til lands og þjóðar. Sv. S.