Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
Björg í Nesi.
Það var um hávetur rétt fyrir Þorra-
komu, að alt fólkið í Nesi sat í baðstofu.
Úti var bjart veður, hörkufrost, en logn.
Húsbóndinn var ekki heima; hreppstjór-
inn hafði boðað hann á fund, ásamt öðr-
um merkustu bændum hreppsins. Það
var víst eitthvað mikið og merkilegt á
seyði, en enginn í Nesi vissi, hvað það
var. Jón bóndi í Nesi var ríkasti maður
hreppsins. Nes var mesta hlunninda jörð
sýslunnar, og þó víðar væri leitað. Hann
hafði eignast Nes og allan sinn auð með konunni, sem hét
Björg. Hún var hinn mesti kvennkostur, fríð sýnum, stór og
sköruleg og sópaði mjög að henni, hvar sem hún fór. Hún
var gjafmild og leysti hvers manns vandræði, er á hennar
fund leitaði. Hún var hyggin búkona og stjórnsöm húsmóðir,
°S sóttust myndarstúlkur mjög eftir því að komast í vist til
Bjargar í Nesi.
Það var farið að rökkva. Þá heyrðist barið að dyrum.
Björg bað einhverja stúlkuna að ganga fram og taka móti
Sestinum. Stúlkan fór, en kom að vörmu spori aftur og sagði,
að Arni á Brekku væri kominn og vildi finna húsmóðurina.
Brekka var hinumegin fjarðarins, beint á móti Nesi. Árni
var fátækasti bóndi hreppsins, og hafði hann oft leitað hjálp-
ar að Nesi og aldrei farið þaðan erindisleysu. Björg gekk
þegar fram. Árni stóð í bæjardyrum og studdist fram á staf
sinn, og sýndist henni hann líkastur manni, sem er nýstaðinn
upp úr þungri veiki og hefur lengi legið. Afskaplega sorg og
örvænting mátti lesa úr svip hans og augum. Hann gekk á
móti húsfreyju og heilsaði henni kurteislega. »Gjörðu svo vel
°2 komdu inn í baðstofuhlýjuna, Árni minn«, sagði Björg.
‘Þakka þér fyrir, nú ætla ég ekki að koma inn í baðstofu,
en ef þú vildir gera mér þann velgerning að lofa mér að
Ólína Andrésdóttir.