Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 91
eimreiðin
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS
187
[3. fundur 1845]
Laugardaginn þ. 15. dag febrúarmánaðar var fundur hjá
Brynjólfi Pjeturssyni, voru 5 á fundi, stakk Br. Pjetursson
uppá að velja nefnd til að skoða ritgjörðina um reikninga
Islands,1) þó hún væri ekki búin enn þá; voru þeir Konráð
°S Halldór kosnir í þessa nefnd með Brynjólfi sjálfum. Var
þá slitið fundi.
li. K. Friðriksson Br. Pjetursson. B. Thorlacius.
Br. Snorrason. Konráð Gís/ason
[4. fundur 1845]
Fimmtudaginn 15. d. Apríl-mánaðar var fundur haldinn hjá
Konráði Gíslasyni, voru 6 á fundi; Brynjólfur Pjetursson las
upp kvæði eftir Jónas »Fjallið Skjaldbreiður«, sem tekið var
með öllum atkvæðum; þar næst las hann annað kvæði, er
heitir Vtti, sömuleiðis tekið með öllum atkvæðum: sama er
að segja um Fremri námur og Aldarhátt.2 3) Eftir þetta allt
saman las hann upp ræðu, er Dr. theol. P. Pjetursson hafði
lagt út; ræðan er eftir Stockfleth Schulz;3) en ekki neitt
ákvarðað um hvort ætti að taka hana. Síðan var slitið fundi.
Sk.4) Thorlacius H. K. Friðriksson Br. Pjetursson.
Br. Snorrason J. Hallgrímsson Konráð
[5. fundur 1845]
Laugardaginn 12. d. apríl-mánaðar var fundur hjá Konráði,
voru 7 á fundi. Gísli Thórarensen borgaði 10 rdd. fyrir Sig-
Wð ]ónsson, tillag hans 1843 og 44, og 5 rdd. fyrir sjálfan
1) Prentað I 8. árg. Fjölnis, bls. 1—21.
2) Þessi 4 kvæði voru prentuð á bls. 50—54 í 8. árg. Fjölnis.
3) Þ. e. sjera Niels Stockfleth Schultz (d. 1832), prestur í Niðarósi,
frægur norskur stjórnmálamaður. Sunnu- og helgidaga prjedikanir hans
voru gefnar út í 2. útg. 1843, og mun ræðan hafa verið ein þeirra.
4) Svo hjer. Annars skrifar hann venjulega bandstaf, líkan B, en hann
niun vera stafirnir S. (Ch. P.?) B. (77z.) dregnir saman.