Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 94
190 FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAQS eimreiðiN
svo ráð sitt hvort senda skuli bókina heim í vor eða bíða
annars vors1) — þótti mönnum tilhlíðilegt að setja fyrst aefi'
minning eptir Jónas heitinn Hallgrimsson, og þarnæst það
sem eptir hann liggur óprentað og prenta má. —
H. K. Friðriksson Gíslavus Thorarensen
K. Gíslason. Br. Snorrason.
[3. fundur 1846]
Sunnudaginn 15. Marz höfðu Fjölnismenn fund með sér,
voru 6 á fundi. Konráð lofaði að verða búinn með æfiminn-
inguna eptir ]ónas heitinn fyrir mánaðarlokin, og forseti lof-
aði að láta fara að prenta undireins og æfiminningin væri
búin; þvínæst bað forseti menn að koma á fund um nón á
sunnudaginn kemur; var svo fundi slitið.
H. K. Friðriksson Olsen Gíslavus Thorarini Br. Snorrason
B. Thorlacius
[4. fundur 1846]
Sunnudaginn 22. Marz var fundur haldinn í Fjölnisfjelagi,
voru 6 á fundi. Gísli Thorarensen las upp æfiminning eptir
]ónas heitinn Hallgrímsson, sem Konráð hafði samið,2) og
var hún tekin í einu hljóði. Síðan var ákveðið með 4 atkvæð-
um móti 2, að fara að prenta Fjölni, og láta hann koma út,
þó hann yrði ekki meira enn 4 arkir. Þvínæst boðaði forseti
fund um nón á sunnudaginn kjemur, og sleit svo fundi.3)
H. K. Friðriksson. Br. Pjetursson. G. Thorarensen.
Konráð Gíslason. B. Thorlacius. Br. Snorrason.
[1. fundur 1847]
Miðvikudaginn 13. dag janúarmánaðar 1847 var fundur
haldinn í Fjölnisfjelagi. Brynjólfur Pjetursson bauðst til að
1) Það varð úr.
2) Prentuð í 9. árg. Fjölnis, bls. 1—6.
3) Síðan fjellu fundahöld niður þetla ár alt til enda.