Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 38
eimreidin
Úr ferðabók Hookers.
Árið 1772 kom til íslands
nýstárlegur leiðangur. Auð-
ugur enskur aðalsmaður og
vísindafrömuður, Sir Joseph
Ðanks, gerði út skip þang-
að til ýmislegra rannsókna,
og ferðaðist hann síðan
nokkuð um landið með
fylgdarliði sínu. Sir Joseph
var rausnarlegur og Ijúfur,
og kom sér vel við alla,
sem kyntust honum í för-
inni. Hann varð síðar mik-
ilsvirður maður ,á ættjörð
sinni, og nutu Islendingar
þess, þegar Danir flæktust
inn í Napóleonsstyrjaldirnar,
svo að allar sæfarir þeirra
teptust. Sir Joseph kom því
þá til leiðar, að Englend-
ingar leyfðu dönskum skip-
um siglingar til íslands, og
]ón Helgason. eigi bönnuðu þeir heldur,
að fluttar væri vörur þang-
að frá Bretlandi. Svo bágur sem hagur íslendinga var þessi
ár, hefði hann þó orðið stórum verri, ef þeir hefði orðið að
þruma árum saman án nauðsynlegrar erlendrar vöru á hala
jarðar.
í för með Sir Joseph var meðal annars ungur sænskur
prestur, Uno von Troil* 1), og skráði hann bók um fsland á
eftir. Eigi er mikið á henni að græða nú, og ber það helzt
til, að Troil lýsir ekki svo mjög því, sem honum bar sjálfum
fyrir augu, heldur styðst víða við það, sem aðrir höfundar
höfðu sagt. Bókin var rituð á sænsku, en ensk þýðing kom
út eigi alllöngu síðar en frumútgáfan (1780).1)
1) Les Trú-íl í tveimur samstöfum, með áherzlu á hinni síðari.
1) Um þetta má lesa betur í Landfræðissögu Þorv. Thoroddsens HL
130—135. Þar er og talað um Hooker á bls. 206—210.