Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 88
184
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAGS
eimreiðin
[18. fundur 1844]
Laugardaginn 6. Juli var fundur haldin í Fjölnisfjelagi, voru
5 á fundi. Forsefi lagði fram kvittunarbrjef fyrir 40 dölum,
er hann hefur goldið »kristi« prentara, og hafði hann sjálfur
goldið af því 10 dali úr sínum sjóði. Líka lagði hann fram
skilríki fyrir bókum þeim er sendar hafa verið þetta ár til
íslands og bytt úti í Kh. voru það samtals Fjölnar 432. For-
seti kvaddi menn til fundar á laugardæginn kemur einnri
stund eptir miðaptan og sleit síðan fundi. —
Þeim sem á fundi voru kom saman um að ljótt væri að
skrifa á botnesku.1)
Br. Pjetursson. J. Hallgrímsson. G. Thorarensen.
H. K. Friðriksson. Br. Snorrason
[19. fundur 1844]
Laugardaginn 13. dag Júlímánaðar var fundur haldinn hjá
Br. Pjeturss. voru 6 á íundi. Gísli Magnússon borgaði tillag
sitt; einnig borgaði Brynjólfur Pjeturss. 10 dali, sem tillag
Bræðra sinna í fyrra til Gísla Magnússonar; ]ónas sagði að
tillag sitt fyrir bæði árin ætti að taka af launum þeim, er
hann átti að fá í fyrra, fyrir það, sem hann ritaði í Fjölnir í
fyrra. Síðan var lesið flest það sem ritað hefur verið um al-
þingisstað og síðan var talað um það efni, síðan var fundi
slitið.
Br. Pjetursson. G. Magnússon. B. Thorlacius.
G. Thorarensen. J. Hallgrímsson H. K. Friðriksson.
[20. fundur 1844]
Laugardaginn 27. dag ]úlí-mánaðar áttu Fjölnismenn fund
með sjer hjá Brynjólfi Pjeturssyni, voru 6 á fundi. Gísh
Magnússon lagði fram reikninga fyrir Fjölni í fyrra; var þar
1) Sic, þ. e. gotneska, nefnilega fljótaskrift (sem kölluð er gotnesk í
Danmörku); fundargerðin er mest öll skrifuð með fljótaskrift, en þessari
síðustu grein er bætt við með snarhönd. Sbr. enn fremur 32. fund 1843.