Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 22
118
ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI
eimreiðin
eins mikill höfðingi og Síðu-fia/Iur með austansveit sína og
sifjalið, ásamt nokkrum dreifingi annarstaðar af landinu, þá
var flokkurinn orðinn býsna öflugur. Enda sýndu og úrslitin,
að hann mátti sín mikils.
Og þó mundi liðsafli forkólfa kristnitökunnar líklega hafa
hrokkið skamt og úrslitin máske orðið önnur, ef ekki hefði
fleira orðið þeim til liðsauka. En fyrir því höfðu þeir Gissur
og Hjalti séð í samráði við Olaf Tryggvason. Ólafur konung-
ur hafði sem sé haldið eftir í gislingu fjórum ungum íslend-
ingum, unz útséð yrði um erindislok þeirra Gissurar. Og það
voru engin smámenni, heldur synir helztu höfðingja landsins.
Og þeir voru þannig valdir, að einn var úr hverjum lands-
fjórðungi: Úr Austfirðingafjórðungi Kolbeinn Þórðarson Freys-
goða (og bróðir Brennu-Flosa); úr Norðlendingafjórðungi
Halldór, sonur Guðmundar ríka á Möðruvöllum; úr Vestfirð-
ingafjórðungi Kjartan, sonur Ólafs pá í Hjarðarholti, og úr
Sunnlendingafjórðungi Svertingur, sonur Runólfs goða í Dal.
Er auðsætt, að þeir Gissur og Hjalti hafa verið í ráðum
með konungi um valið, því hann gat tæpast af eigin dáðum
haft svo mikinn kunnugleik, að hann gæti valið gislana svo
haganlega, þar sem úr jafnmörgum var að velja, sem þá voru
staddir í Niðarósi. Má og vera, að þeir hafi einnig átt upp-
tökin að því, að nokkrum gislum var eftir haldið, því þeir
vissu manna bezt, hve margfalt linari mótstaða þessara heiðnu
goða og fylgiliðs þeirra mundi verða, er synir þeirra sætu í
lífshættu í Noregi hjá Ólafi konungi, sem alkunnur var fyrir
grimd sína og pyntingar gegn þeim, sem ekki vildu trúna taka
eða lögðust á móti kristninni. Þess finst heldur ekki getið í
frásögninni af kristnitökuþinginu, að nokkur þessara goða hafi
haft sig í frammi og andmælt kristninni. ]afnvel sjálfur Run-
ólfur goði í Dal, sem árinu áður hafði verið svo æstur og
sýnt svo mikla rögg af sér til að fá Hjalta Skeggjason dæmd-
an sekan um goðgá, þegir nú eins og steinn og virðist ekki
einu sinni hafa maldað í móinn, þegar Hjalti við skírn Run-
ólfs storkaði honum með orðunum: »gömlum kennum vér
nú goðanum að geifla á saltinu«. Má þó nærri geta, að hon-
um hefur ekki verið allskostar rótt innanbrjósts. En hann
hugsaði til Svertings sonar síns hjá Ólafi konungi og vissi,