Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 52
148 ÚR FERÐABÓK HOOKERS EIMRE1£>iN naumast efni á að bragða kjöt. Hann hafði um þetta ley*1 lagt net sín í fyrsta sinni, og var í þeim einn silungur, þegar vitjað var, en mesti veiðitíminn er kringum 29. júlí. Prestur varð að skilja við gesti sína um hádegi, af því að hann átti að prédika fyrir biskupi í Reykjavík á mánudagsmorgun, en hét því að koma aftur daginn eftir, ef hann gæti. En litla von höfðu þeir Hooker um að hann kæmi svo snemma, þvl að hann reiddi undir sér tvær stórar kistur með tólg, ull og sokkum, til að verzla með í Reykjavík. Þeir lágu nú um kyrt daginn eftir í tjöldum sínum í lát- lausu regni, en þriðjudagsmorgun birti til, svo að þeir sáu tu fjalla og út yfir vatnið, og fanst mikið um. Meðan þeir voru að litast um, kom prestur. Hann hafði komið heim seint uni nóttina, eftir tveggja daga reið í rigningunni, og hafði ekkj fataskifti þann tíma allan, ekki einu sinni meðan hann flutti ræðu sína fyrir biskupi. Síðar um daginn fylgdi hann þeim Hooker til Þingvalla, og var einnig sonur prestsins á ÞinS' völlum í þeirri för. Vegur var ógreiðfær og sóttist þeim seint. Einkum var leiðin niður í Almannagjá stórgrýtt og erfið; Þar var öllu sprett af hestunum, jafnvel hnökkum, og borið niður. Niðri í gjánni lét Hooker tjalda og skildi þar eftir farangui" sinn og fylgdarmenn tvo, en sjálfur fór hann með hinum heim á prestssetrið. Traðir lágu heim að bænum og lágar steinhleðslur utan með, en falleg horn af hreindýri voru fest utan á eitt húsið. Prestur r) stóð úti á hlaði með konu sinni og mörgu heimafólki, ,og reykti úr pípu. Annars segir Hooker, að fátítt sé að sjá Islendinga reykja nema í Reykjavík, þar sem Danir taki aldrei pípuna út úr sér og aðrir taka upp siðinn eftir þeim. Eigi var prestur neitt betur til fara en bændur gerðust. Hann bar bláa húfu á höfði, eins og siður var til, og féll hár hans, mikið og hvítt, undan henni á herðar niður. Bær hans var góður og rúmbetri en víðast annars staðar. Hooker lýsir nú bæjagerð íslendinga, og er mynC1 með til skýringar. Þar segir meðal annars, að bæir sé tíðast óþiljaðir með moldargólfi, og oft ekki annað í rúmunum en marhálmsbingur með þrem eða fjórum vaðrnálsrekkjuvoðum ofan á. Glergluggar eru fátíðir, en litlir skjágluggar eru 1 þaki eða veggjum, og heldur skuggsýnt inni, enda ekki siður að hafa slíka glugga nema í einu herbergi eða tveimur. Ljórar tíðkast aðeins á beztu bæjum, en víðast verður reykurinn að fara út um dyrnar, og ekkert loft kemst inn nema um þz£T' Sonur gamla prestsins fylgdi Hooker út um vellina, °S 1) Síra Páll Þorláksson var þá prestur á Þingvöllum, bróðir síra ]°1,s á Bægisá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.