Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 40
136
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
EIMREIÐlN
1813 með nýjum viðbæti um verzlun íslendinga og fleiri smá-
breytingum. Það er allmikil bók, hátt á sjötta hundrað bls.
fyrri útgáfan. Mikill hluti hennar er lýsingar staða, skýrslur
um jurtir sem höfundur fann, og annað slíkt. En auk þess er
þar margur fróðleikur annar, sem nú hefur öllu meira g'M’
um landsháttu og hagi manna.
Enn er þess að,minnast, að Hooker var samferðamaður
]örundar og var á íslandi þann tíma allan, sem hann sat að
ríkjum, og féll vel á með þeim. Langur kafli í bókinni ræðir
eingöngu um það mál og aðdraganda þess, og er þar að
nokkuru leyti um frumheimild að ræða. Mun Hooker víst
þykja nokkuð hliðhollur þeim kunningjum sínum Phelps og
]örundi í þeirri frásögn, enda höfðu þeir báðir gert honum
margan greiða, og eigi verður það af ]örundi haft að honum
var margt vel gefið, þó að honum hætti til að tefla nokkuð
glæfralega. Hér verður eigi vikið að því, sem Hooker hefur
um ]örundarbyltinguna að segja, enda hefur ]ón Þorkelsson
haft það fyrir sér, er hann skrásetti bók sína um hana. Aftur
er þessari grein ætlað að veita mönnum nokkura hugmynd
um sumt hið helzta, sem í bókinni er að finna og ljósi varp-
ar á þjóðlíf og hagi þessa tíma, en vitaskuld verður oft að
fara fljótt yfir. Þýddir kaflar eru settir innan gæsalappa, og
skal þess getið í eitt skifti fyrir öll, að lítt hefur verið sótzt
eftir að rígbinda sig við orð frumritsins í þeim þýðingum.
Bókin hefst á tileinkun til ]osephs Banks, en eftir það
kemur inngangur. Segir Hooker þar fyrst frá tildrögum ferð-
ar sinnar og gerir grein fyrir því efni, sem hann hafði til
að semja úr bókina. Hann hafði haldið dagbók í förinni og
safnað ýmsum gripum,, en á heimleiðinni kom eldur upp >
skipinu skamt undan Islandi, og varð fáu bjargað. Hooker
hélt aðeins eftir nokkuru af dagbók sinni, og náði sá kafh
yfir lítið meira en fjórar fyrstu vikurnar, sem hann var á
Islandi1). Auk þess náðist úr eldinum íslenzkur brúðarbúning-
ur, sem hann hafði eignazt, en alt annað týndist, minnisgrein-
ar, jurtir, bækur, teikningar, steinar og fleira slíkt. Hooker
varð því að reiða sig á minni sitt um margt, er hann samdi
bók sína, en það er bót í máli, að hann mun hafa tekið til
við hana jafnskjótt og hann var kominn heim. ]oseph Banks
léði honum dagbók frá sinni ferð (1772) í handriti og ýn>s
skilríki önnur, svo og myndir af landslagi, búningum o. fl., er
1) Hann haföi verið þar fjórar vikur 19. júlí, og er þess að vasnta,
að betur sé treystandi á þann hluta bókarinnar, sem ræðir um það sem
höfundur sá fyrir þann tíma.