Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 21
eimreiðin
ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI
117
inum, þar sem móðir hans var dótturdóttir ]óns Loftssonar,
en móðir Jóns var Þóra, dóttir Magnúss konungs berfætts.
Hafði Hákon konungur því Gissur í miklum hávegum sem
frænda sinn og hóf hann til meiri metorða en dæmi voru til
uni nokkurn íslending, enda launaði og Gissur með því að
koma landinu undir konung.
Nokkur líkindi eru og til, að sama leikinn hafi og átt að
leika um sjálfstæði íslands árið 1000, og að þess sé rétt til
Setið hjá próf. Birni Olsen í riti hans um kristnitökuna (bls.
82), að launráð í þá átt hafi verið milli Olafs konungs og
Gissurar hvíta, en ekkert úr orðið, af því konungurinn féll
sama árið við Svoldur.
En frændafylgið og mægða gerði víðar vart við sig gagn-
vart kristnitökunni. Það kom líka fram inn á við; því Gissur
hvíti átti líka frændur og mága á Islandi, sem um munaði.
Þannig var Asgrímur Elliðagrímsson systursonur hans. Og
það var einmitt hann, einn af mestu héraðshöfðingjunum
svðra, sem tók þá Gissur og Hjalta og alla hina kristnu sveit
þeirra í búð sína, er þeir komu á Þingvöll. Annar héraðs-
höfðingi, sem enginn smáræðis slægur var í, var Þóroddur
Soði á Hjalla (faðir Skapta lögsögumanns), sem Njála segir,
að hafi »veitt Gissuri að hverju máli«. En hann var tengda-
faðir Gissurar hvíta, því þriðja kona Gissurar var Þórdís
dóttir Þórodds goða (móðir ísleifs biskups), og hefur próf.
Björn Ólsen sýnt líkur til, að þær mægðir hafi einmitt tekist
um þetta leyti og hjúskapur þeirra líklega byrjað sjálft kristni-
tökuárið, árið 1000. Hefur það þá verið eitt af þeim mörgu
pólitísku hjónaböndum, sem svo víða er getið um í sögunum;
Gissur viljað tryggja sér liðveizlu Þórodds með því að mægjast
við hánn, og Þóroddi þótt sómi að tengdunum við konungs-
frændann, sem líka að öðru leyti var mikill mannkostamaður
og ríkur héraðshöfðingi.
Það var því alt annað en veigalítill frændaafli og mágalið,
sem þeir Gissur og Hjalti höfðu við að styðjast á kristni-
tökuþinginu, þar sem allir voldugustu höfðingjarnir í Arnes-
þingi voru á þeirra bandi, einmitt því héraðinu, sem næst
var þingstaðnum, svo að þeir áttu hægara með að fjöl-
ttienna þangað er nokkrir aðrir. Og þegar svo þar við bættist