Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 21

Eimreiðin - 01.04.1927, Síða 21
eimreiðin ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI 117 inum, þar sem móðir hans var dótturdóttir ]óns Loftssonar, en móðir Jóns var Þóra, dóttir Magnúss konungs berfætts. Hafði Hákon konungur því Gissur í miklum hávegum sem frænda sinn og hóf hann til meiri metorða en dæmi voru til uni nokkurn íslending, enda launaði og Gissur með því að koma landinu undir konung. Nokkur líkindi eru og til, að sama leikinn hafi og átt að leika um sjálfstæði íslands árið 1000, og að þess sé rétt til Setið hjá próf. Birni Olsen í riti hans um kristnitökuna (bls. 82), að launráð í þá átt hafi verið milli Olafs konungs og Gissurar hvíta, en ekkert úr orðið, af því konungurinn féll sama árið við Svoldur. En frændafylgið og mægða gerði víðar vart við sig gagn- vart kristnitökunni. Það kom líka fram inn á við; því Gissur hvíti átti líka frændur og mága á Islandi, sem um munaði. Þannig var Asgrímur Elliðagrímsson systursonur hans. Og það var einmitt hann, einn af mestu héraðshöfðingjunum svðra, sem tók þá Gissur og Hjalta og alla hina kristnu sveit þeirra í búð sína, er þeir komu á Þingvöll. Annar héraðs- höfðingi, sem enginn smáræðis slægur var í, var Þóroddur Soði á Hjalla (faðir Skapta lögsögumanns), sem Njála segir, að hafi »veitt Gissuri að hverju máli«. En hann var tengda- faðir Gissurar hvíta, því þriðja kona Gissurar var Þórdís dóttir Þórodds goða (móðir ísleifs biskups), og hefur próf. Björn Ólsen sýnt líkur til, að þær mægðir hafi einmitt tekist um þetta leyti og hjúskapur þeirra líklega byrjað sjálft kristni- tökuárið, árið 1000. Hefur það þá verið eitt af þeim mörgu pólitísku hjónaböndum, sem svo víða er getið um í sögunum; Gissur viljað tryggja sér liðveizlu Þórodds með því að mægjast við hánn, og Þóroddi þótt sómi að tengdunum við konungs- frændann, sem líka að öðru leyti var mikill mannkostamaður og ríkur héraðshöfðingi. Það var því alt annað en veigalítill frændaafli og mágalið, sem þeir Gissur og Hjalti höfðu við að styðjast á kristni- tökuþinginu, þar sem allir voldugustu höfðingjarnir í Arnes- þingi voru á þeirra bandi, einmitt því héraðinu, sem næst var þingstaðnum, svo að þeir áttu hægara með að fjöl- ttienna þangað er nokkrir aðrir. Og þegar svo þar við bættist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.