Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 82
178
LOKADANSINN
eimreiðin
margt, sem aðra dreymir. Þau hjúfra sig hvort að öðru Hht
og hræddir fuglar. Það eru margir sem líta á þau og svo
hver á annan.
Lagið hvíslar eins og vinkona að vinkonu.
Og enn dansar (Jnnur Björk við mann með hvítt og hart
brjóst, sem talar um alt annað en honum býr í hug og svar-
ar því, sem hún býst við að hann muni svara.
Og lagið lokkar.
Þá finnur hún manninn í horninu að máli, hann sem situr
og horfir á, þann sem veit að hann kann ekki að dansa. Os
hún sezt hjá honum. Lagið læðist fram hjá þeim, líkt og
þriðji maður af tveggja fundi.
— Þú situr hér einn úti í horninu, segir hún glettin.
— Eg á enga vini, segir hann og strýkur hárið, sem hún
vill ekki strjúka.
— Þú gætir þó talað við einhvern.
— Eg er þreyttur á að trekkja mig upp eins og glyni'
skratta og ganga í eyru þeirra, sem skilja mig ekki.
— Því dansarðu þá ekki?
— Af því ég fyrirlít hermikrákur og eftirgerð epli. Eg dansa
ekki við aðra en þá sem ég elska, ég girnist einungis þá, sem
ekki vill dansa við mig.
— Hver er hún?
— Börnin spyrja af forvitni, konan að gamni sínu.
Það er þögn. Þau vita bæði hvað þau fara. Þau horfa á
dansinn. Hún á búning kvennanna og dæmir.
Þarna er svartur sorgarkjóll, sem þokast hægt og lotningar-
fult yfir gólfið. Þarna er bleikur kjóll, bleikur litur er litur
dauðadæmdrar vonar, þungt stígur konan, sem hann ber,
dansinn. Þarna er öfundgulur kjóll, sem þyrlast úr einu horn-
inu í annað, rétt hjá er blár kjóll draumamærinnar, sem lagið
vaggar, og næst henni hvítur sakleysis- og vonarkjóll, sem
dregst eins og brúðarslör í dansinum. Sjálf er hún búin blóð-
rósarkjól. Munnmælin segja að rauðar rósir hafi þyrna.
Hún brosir.
Hann horfist í augu við mennina. Ef til vill skilur hann þa
betur en sjálfan sig. Hann sér blá, blíð augu, móleit augu,
glettin og grá augu, sem eru hvöss, sem stinga, augu, sem