Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN
FUNDABÓK F]ÖLNISFÉLAGS
195
[8. fundur 1847]
Föstudaginn þann 9. apríl var fundur haldinn; 5 vóru á
fundi, fundurinn var ekki lögmætur, og varð því ekkert
uð gert.
[9. fundur 1847]
Miðvikudaginn 19. Mai var fundur haldinn, voru 8 á fundi.
Konráð bar upp »landa vísur« eptir Thorl. Gudm. Repp og
brjef með, og var hvortveggja tekið í einu hljóði.1) Því næst
voru lesin upp 3 kvæði eptir ónefndan mann og voru 2 af
þeim tekin í einu hljóði en Benedikt Gröndal var á móti
J,Hafmeynni«.2) Síðan var borið upp kvæði eptir Gísla Thor-
arensen og var það tekið í einu hljóði.3) Var svo fundi slitið.
H. K. Friðriksson. Br. Pjetursson G. Thorarensen
G. Þórðarson B. Gröndal K. Gíslason G. Magnússon
Br. Snorrason.
110. fundur 1847]
Miðvikudaginn 27. Mai var fjölnisfundur haldinn hjá herra
Br. Pjeturssyni, 6 voru á fundi. Herra Konráð fjekk forseta
Landavísur Repps og brjefið sem með þeim var, og herra
Br. Pjetursson las upp bindindisskírsluna.4) Síðan sleit fundi
forseti.
H. K. Friðriksson. B. Gröndal. K. Gíslason
Gisli Thorarensen Br. Pjetursson.
1) Prentað í 9. árg. Fjölnis, bls. 81—86.
2) Kvæðin voru raunar eftir Gröndal sjálfan; prentuð í 9. árg. Fjölnis,
bls. 75—78; heita „Nótt“, „Óveður" og „Hafmey". Eru í anda Heines
°S jónasar.
3) Munu vera erfiljóð þau eftir Jónas, sem prefuð voru á bls. 73—74
1 9. árg. Þau hafa verið eignuð Gísla.
4) Prentað á 9. árg. Fjölnis, bls. 87—95.