Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN
BJÖRG í NESI
133
hennar högum. »En«, bætti hún við, »sé þér mjög á móti
skapi að þiggja þetta boð hreppstjóra, ertu velkomin að vera
kyr hjá mér og vinna hér fyrir drengnum«. Vigdís mælti: »Hjá
engum vildi ég fremur vera og vinna en þér, og alla mína
æfi vildi ég þér þjóna, en svo er ég skýr, að ég skil vel, hvað
t>ú hefur lagt í sölurnar fyrir mig; alt er það þvert á móti
yilja bónda þíns, og þó hann hafi aldrei mælt til mín stygðar-
yrði, veit ég, að honum er ekkert um veru mína hér. Þú átt
nú annað af mér skilið en að ég sé orsök þess að færra sé
niilli ykkar en verið hefur. Eg tek því feginshendi móti þessu
Sóða boði, sem ég á sjálfsagt þér að þakka, eins og alt annað
Sott. Ekkert er mér kærara en mega sjálf basla fyrir barninu
niínu, þar sem þörf er fyrir vinnu mína. Eg hef beðið guð á
hverjum degi síðan drengurinn fæddist að láta hann verða
vandaðan og nýtan mann, svo hann þurfi aldrei að þiggja
neitt af fæðingarhrepp sínum. Heldurðu ekki að hann heyri
t>að, Björg mín?«
»Jú, Vigdís mín, reiddu þig á það. Mennirnir geta aðeins
hugsað og ákvarðað, en drottinn ræður«.
Ólína Andrésdótfir.
Sumarnótt.
Síð rennur sól við græði.
Sund loga gullin undir.
Austur í óttu mistur
eimyrja sólar streymir.
Útnorðan yztu látur
árdegi lýsir af báru.
Fjallar um brún á felli
fagur hinn nýi dagur.
S. F.