Eimreiðin - 01.04.1927, Side 49
ElMREIÐIN
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
145
í Akurey til að skoða æðarfugl, og lýsir hann nokkuð bátum
Islendinga og fuglum í eynni. Þar sá hann og söl, og segir
hann að Skotar eti þau nýtínd, en íslendingar þvoi þau og
þurki og geymi í tunnum; sé þau síðan etin hrá með fiski og
smjöri, eða soðin í mjólk, og blandi þá þeir, sem efni hafa á,
dálitlu rúgmjöli við. Getur hann þess, að Magnús Stephensen
hafi síðar gefið sér sölvaritgerð sína,1) en hún fórst í skips-
brunanum sem annað, og man hann það eitt úr henni, að þar
var vitnað í grasafræðisrit, sem ókunnugur myndi ekki halda
að til væri á Islandi.
25. júní var sunnudagur og fór Hooker þá enn í grasaleið-
angur og komst meðal annars inn að laugum. A heimleiðinni
sá hann ref, sem þá var að fara úr hárum, og segir hann
að tófuskinnið sé selt í Reykjavík á hálfan annan shilling
<?ða þar í kring. Þá þjóðsögu kveðst hann hafa heyrt, að
Island hafi verið melrakkalaust í upphafi, en einn konungur í
Noregi reiddist íslendingum og sendi þeim hann til hefnda.
Þenna dag hófst bylting Jörundar. Hooker kom til
Reykjavíkur síðdegis og átti á engu von, en bar einmitt að
1 þeim svipum, er verið var að handtaka Trampe greifa.2)
Daginn eftir var látlaust regn fram á kvöld,3 4) og skrapp
Hooker til grasa suður á bóginn, þegar því slotaði. En
þriðjudaginn, var hann ásamt ]örundi í hinni eftirminnilegu
veizlu hjá Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni í Viðey, og þykir
óþarfi að segja frá því hér, með því að Jón Þorkelsson hef-
ur snúið þeim kafla, að miklu leyti í heilu líki, í ]örundar-
sögu.4) Leið nokkur tími áður en gestirnir náðu sér eftir
það. Meðan á máltíðinni stóð lét stiftamtmaður leiða inn í
stofuna vænstu kindina úr hjörð sinni, og var hún síðan flutt
til báts og gefin komumönnum, en á öðrum degi eftir veizl-
una sendi hann Hooker smjör og kríuegg til Reykjavíkur,
svo að ekki hefur hann gert endaslept við gesti sína. Tvær
bonur fríðar og prýðisvel búnar gengu um beina í Viðey;
var önnur ekkja eftir prest einn, en hin var dóttir hennar,
°9 tók Hooker þar fyrst eftir þeim íslenzka sið, að jafnvel
heldri konur þjóna sjálfar gestum til borðs. Hér skýtur hann
*nn lýsingu á íslenzkum kvenbúningi í löngum neðanmáls-
bafla, og mun hún einhver hin nákvæmasta, sem til er frá
þessum tíma, og vafalaust merkileg fyrir þann, sem þau efni
*) Hún var rituð á dönsku og hafði birzt í ritum danska Landsbú-
s*iórnarfélagsins.
2) Frásögn hans um þetta er þýdd í jjörundarsögu bls. 36—8.
3) Sbr. ]örundarsögu bls. 40.
4) Bls. 42—7.
10