Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 72
168
ALÞJÓÐARÁÐ OG RÍKl í EVRÓPU
EIMREIÐIN
ræður yfir Vatikaninu, Lateran-kirkjunni og Castelgandolfo, og hefur
rétt til að hafa sendiherra hjá öðrum ríkjum og taka á móti þeim-
Píus IX. páfi vildi aldrei viðurkenna gildi þessara Iaga, og Þa^
hafa eftirmenn hans á páfastóli heldur ekki gert. Núverandi páfi, P*us
XI., er 261. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar, fæddur 31. marz 1857
og krýndur páfi 12. febrúar 1922.
Hér fer á eftir yfirlit um ríkin í Evrópu, stærð þeirra og fólksfjölda
(nýlendur í öðrum heimsálfum ekki taldar með), stjórnarskrá, stjórnar-
fyrirkomulag og æðstu stjórnendur, þjóðþing, trúarbrögð o. fl.:
í. ALBANÍA. Stævð: nál. 44040 □ km. Fólksfjöldi: nál. 850 000. Frá
1431 til 1912 var Albanía nálega óslitið hluti úr Tyrklandi. 20. dez. 1912
var það viðurkent sjálfstætt ríki, en á styrjaldarárunum 1914—’18 flúði
stjórnin úr landi, og ríkti þar síðan algert stjórnleysi um skeið. En 1917
var landið lýst lýðveldi og stjórn mynduð í Durazzo. Þjóðþingið er i
tveim deildum. I efri máistofunni (Senatinu) eiga 18 þingmenn sæti, en
99 í þeirri neðri. Forseti lýðveldisins heitir Ahmed Bey Zogu (f. 1894)-
71% landsmanna eru Múhamedstrúarmenn, 10% rómversk-kaþólskir og
19% grísk-kaþólskir.
2. ANDORRA. Lýðveldi í Pyreneafjöllum: Stærð um 450 □ km*
með 6000 íb. Greiðir árlegan skatt til Spánar, sem nemur um 800
kr. í stjórninni eiga 24 meðl. sæti, og eru þeir kosnir af íbúum sex
helztu þorpanna í ríkinu. Höfuðborgin heitir Andorra.
3. AUSTURRÍKI. Stærð: 83 833 □ km. Fólksfjöldi: 6 534 412. fiöfuð-
borg: Vín með 1 865 780 íb. Austurríska keisaradæmið leið undir lok í
ófriðinum mikla, og hinn 12. nóvember 1918 var það, sem eftir var af
hinu forna keisaradæmi, lýst lýðveldi. í nóv. 1920 gekk ný stjórnarskrá í
gildi. Austurríki er nú samband átta landshluta eða héraða, sem hafa
sameiginlegar hervarnir, fjármál og tollamál. Löggjafarvaldið er í höndum
sambandsþings í tveim deildum, sem er kosið til fjögra ára. Núverandi
forseti lýðveldisins er dr. Michael fiainisch. Trúarbrögð: Kaþólskir (fjöl-
mennastir), mótmælendur, gyðingar o. fl.
4. BANDARÍKI RÚSSLANDS. (Þar með talin lönd Rússa í Asíu)-
Stærð: 21 875 000 □ km. Fólksfjöldi: 142 693 000. Höfuðborg: Moskva
Pius XI.
Ahmed Bey Zogu.
Dr. Michael Hainisch.