Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN
W. A. CRAIGIE
lb5
landic; s. st. 1924. The lcelandic Sagas (fyrirlestur í Royal Institution),
1925. The Oxford Book of Scandinavian Verse (íslenzki parturinn), 1925.
Fairy Tales and Other Stories by H. C. Andersen (með Mrs. Craigie)!
Oxford, 1914. Dönsk og íslenzk efni í Andrew Lang’s Fairy Books;
London, 1894—1901; og íslenzk efni í Dreams and Ghosts; London
1897. — Hætt er við að hér vanti eitthvað, og eru þannig ekki taldir
ntdómar um íslenzkar bækur og tímarif, en um íslenzku tímaritin skrifaði
Craigie all-Iengi í Scottish Review; birtist þar fyrsti ritdómur hans um
Eimreiðina og Sunnanfara í október 1895. Hann mun oft hafa skrifað
um þýðingar, sem birzt hafa á íslenzkum ritum, og um ensk rit um ísland,
en þess er enginn kostur hér að tína slíkt saman.
Ritgerðir á íslenzku um prófessor W. A. Craigie eru I Arsriti Fræða-
félagsins 1921 og í Almanaki Þjóðvinafélagsins fyrir 1928. — Þá má og
9eta þess, að hans er stuttlega minst í Iceland Year-Book 1927.
Rétt þykir að geta þess, að próf. Craigie dvelur enn á Englandi á
sumrin, og þar er heimilisfang hans Ridgehurst, Watlington, Oxfordj.
Sn. J.
Alþjóðaráð og ríki í Evrópu.
Stutt yfirlit.
Breytingar þær, sem orðnar eru á stjórn og starfstilhögun Evrópuríkj-
anna síðustu tíu til tólf árin, eru bæði miklar og margvíslegar. Ófriðurinn
tnikli setti merki sín á útlit margra þeirra ríkja, sem þátt tóku í honum,
°9 enda fleiri. Evrópukortið lítur nú alt öðru vísi út en fyrir stríð. Enn
meiri hafa þó breytingarnar orðið á stjórnarfyrirkomulaginu. Hér á eftir
fer yfirlit um Evrópuríkin, eins og þau eru nú, stærð þeirra, stjórn o.
s. frv., en áður en að því víkur, skal stuttlega drepið á helztu breyting-
arnar og nokkur þau alþjóðaráð og -félög, sem bækistöð sína hafa í
Evrópu, og orðin eru mikilvægur þáttur í öllu stjórnmála- og viðskiftalífi
álfunnar, og um leið alls heimsins.
Evrópa er þéttbýlasta álfa heims, eins og kunnugt er. Þar lifa 48
manns að meðaltali á hverjum ferkílómetra Iands, en í Norður og Mið-
Ameríku aðeins 6,9, Suður-Ameríku 3,5, Asíu 24,6, Afríku 4,8 og Astralíu
einn maður á hverjum ferkílómetra, að meðaltali. Þéttbýlasta Iand álf-
annar, að undanteknu kotríkinu Mónaco, er Belgía. Þar koma 256,6 manns
að meðaltali á hvern □ km. Strjálbýlast er í Noregi (8,5 á □ km.) og
Pinnlandi (9 á □ km.). En þó er ísland strjálbýlast allra landa álfunnar,
Því hér kemur tæplega einn maður að meðaltali á hvern ferkllómetra.