Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 43
EIMREIDIN
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
139
Weltaholtin, sem umkringdu bæinn á alla vegu, voru á dreif-
mgi vesæl kot, sem ekki risu nema lítið eitt upp yfir jörðina;
ekkert þeirra var samt grafið í jörðu, enda eru slíks ekki
dæmi neinsstaðar í landinu, þó að svo hafi oft verið talið.
ym nónbil lögðumst við um akkeri skamt frá bænum, fast
við Orion,2) og stundu síðar fórum við í land. Fjaran var ein-
^óm hraunmöl, dökk að lit og sumstaðar nærri því eins smá
P9 sandur. Lausabryggju úr furustokkum var skotið út í sjó-
lnn, til þess að við vöknuðum ekki. Þar voru fyrir hundrað
Islendingar að minsta kosti, flest kvenfólk, sem buðu okkur
velkomna til eyjar sinnar, og kvað við hróp þegar við lentum.
Þetta góða fólk horfði ekki á okkur með meiri ánægju en við
ó bað. Nú stóð yfir sá tími, þegar fiskur er þurkaður, og var
‘ólkið einmitt að þeirri vinnu, er við komum. Sumir voru að
snúa þeim fiski, sem breiddur var til þerris í fjöruna, aðrir
báru hann þaðan á börum hærra upp, og voru þar enn aðrir
fyrir, sem hlóðu hann upp í stóra stakka og fergðu með grjóti,
svo að hann yrði flatur. Að mestu leyti voru það kvenmenn,
sem að þessum störfum unnu, og voru sumar mjög gildar og
sterklegar, en fram úr hófi óhreinar. Megna þráalykt bar að
vitum okkar, þegar við gengum fram hjá hópnum. Það sér-
kenni þessara kvenna, sem aðkomumaður rekur fyrst augun í,
er hve aðskorinn fatnað þær bera um brjóstið. Alt frá barn-
æsku er treyjan hert þar svo mjög að, að hún liggur alveg
flöt, og er þetta ekki aðeins til mikilla óhæginda fyrir sjálfar
bær, heldur spillir einnig alveg vaxtarlagi þeirra í augum
^ianns, sem kominn er þaðan úr heimi sem menning er meiri.
Að öðru leyti fer búningur þeirra ekki illa, og svo hlýr er
hann, að hann hlýtur að hæfa vel kuldaveðráttu landsins.
begar þær eru í vinnufötum eða hversdagslega búnar, hafa
bær bláa ullarhúfu á höfði, og út úr henni langa totu,
sem lafir niður öðru megin; þar á endanum er skúfur, sem
er prýddur með silfurvír. Þegar þær hafa þetta höfuðfat,
bangir hið síða og óhreina hár þeirra langt niður yfir axlirnar,
en svo er ekki þegar þær bera fald; þá er hárinu vandlega
troðið undir hann, svo að ekkert af því sést. En lýsingu á
bonum og búningi efnafólks læt ég bíða um sinn, því að hér
er ekki ætlun mín að tala um annað en fatnað þeirra kvenna,
sem ég sá við vinnu, þegar ég sté á land. Utan yfir heil-
^örgum svörgulslegum ullarpilsum, — töluna veit ég ekki, —
°9 skyrtu úr sama efni ganga þær með þykt pils, eða réttara
Sa9t ermalausan kjól (með sínu opinu fyrir hvorn handlegg)
2) Orion uar skip, sem þáverandi stiftamtmaður, Trampe greifi, átti,
°9 hafði hann komið á því frá útlöndum hálfum mánuði fyr en þetta var.