Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 34
130 BJÖRG í NESl eimreiðin sinni, sem hann bar með sér, ritföng og byrjaði að skrifa skjal, þess efnis, að Björg skuldbindi sig til þess að sjá barni Vigdísar borgið, og að það skyldi hafa framfærslu á búi hennar og barna hennar að henni látinni, ef ekki yrði það sjálfbjarga eftir sextán ára aldur. Rétti hann henni svo skjalið og skipaði henni að skrifa nafn sitt undir. Björg brosti við og sagði: »Ekki hafa þær fregnir borist til mín, að þú sért skip' aður hér sýslumaður, og meðan ég fæ það ekki fullsannað, skrifa ég hvorki undir þetta skjal né önnur, sem þér kann að þóknast að semja. En hvað töku Vigdísar snertir, læt ég þiS vita það, að það kemur hvorki þér né öðrum við, hvað margir eru askarnir í Nesi, meðan ég þarf ekki að sækja mat í þá til þín eða annara, og trúað gæti ég því, að fyr kæmu á framfæri hrepps þessa eitthvert þinna skyldmenna en hið ó- fædda barn, sem svo mikill styr stendur nú um. Meira hef ég svo ekki við ykkur að tala«, sagði Björg, stóð upp og gekk út úr stofunni. Bjarni dæsti þungan, og svo var hann nú reiður, að hann mátti ekki mæla. Hann stóð nú upp og hans menn, og köstuðu þeir kveðju á ]ón bónda og hröðuðu sér af stað, sem mest þeir máttu. Mikið var um þetta talað í sveitinni, og þótti öllum Björgu farast vel og sköruglega, nema hreppstjóra, hann hét grimm- um hefndum og kvaðst mundi kæra hana fyrir sýslumannin- um. Leið nú fram í þorralokin, að ekki bar til tíðinda. Þá var það einn dag, að Björg sá að Vigdís var veik orðin. Engin var þá lærð ljósmóðir í hreppnum, en nærfærnar konur höfðu þann starfa á hendi. Sú sem bezt þótti leysa, og veitti þá þjónustu öllum ríkustu húsfreyjum hreppsins og oft var sótt í önnur héruð, hét Gróa og átti heima í Hlíð. Hún var ljósa allra barnanna í Nesi. Nokkuð þótti hún stórlát, og var það aldrei, að blá- fátækar konur, og því síður ógiftar stúlkur, sem börn ólu, léti sér detta í hug að vitja hennar. Björg kallar á ráðsmann sinn, en hann var mest virður allra heimamanna, og bað hanrt að sækja Ijósmóðurina. Hann kvaðst vant við látinn og spurði, hvort hann Fúsi, það var smalinn, gæti ekki skroppið út að Koti eftir henni Kristínu. »Ég læt ekki sækja hana«, segir Björg, »hennar hefur aldrei verið vitjað hingað; ég ætla að biðja þig að fara fram að Hlíð og skila kveðju minni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.