Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 41
EIMREIDIN
ÚR FERÐABÓK HOOKERS
137
bá höfðu verið gerðar, og kveðst Hooker einnig hafa stuðzt
nokkuð við þetta, en lítt gætir þess þó í bókinni.
, Annars er inngangurinn mestallur almenn yfirlit, um sögu
Islands, um veraldlega og kirkjulega stjórn og embættaskipun,
skrá yfir útgjöld og effirlaun til embættismanna og annara,
frásögn um skemtanir, dagleg störf, mataræði, tungu, bókmentir,
fornleifar, verzlun, mannfjölda, loftslag o. fl. Höfundur hefur
ni- a. farið eftir bókum þeirra Arngríms lærða og Troils og
frönsku þýðingunni á ferðabók Eggerts og Bjarna, en um
stjórnarfyrirkomulag og þvílíkt hefur hann fengið fræðslu hjá
Jörundi, þjóðhöfðingjanum sjálfum. Sjálfstætt efni er fátt í
þessum kafla. En þegar honum sleppir, taka ferðaminning-
arnar við.
Þeir Phelps, Jörundur og Hooker stigu á skipsfjöl 2. júní
9S létu út daginn eftir, en 14. júní sáu þeir fyrst til jökla á
Islandi. Tveim dögum síðar fóru þeir hjá Vestmannaeyjum, en
hreptu ilt veður fyrir Reykjanes og voru í hættu staddir, ef
Jörundur hefði ekki tekið í taumana með snarræði sínu. Loks
komust þeir inn á Faxaflóa hinn 20., og daginn eftir kom
bátur með hafnsögumönnum úr landi. Þar sá Hooker Islend-
inga í fyrsta sinni, og fer hann mörgum orðum um þessa
menn. Segir hann að þeir hafi verið óhreinir, með hárið fult
af nyt og óþrifum, hvorki klipt né greitt, lafandi í flókum á
herðar niður. Þeir voru hlýlega klæddir, í ullarskyrtu, stuttu
vesti og treyju úr bláu vaðmáli og groddalegum buxum úr
sama efni ójituðu, í ullarsokkum með skó úr selskinni eða
sauðskinni. Á höfðinu báru þeir hatta með geysistórum börð-
um alt í kring, og slúttu þau niður að framan; telur Hooker
að hattarnir og hornhnapparnir á fötum þeirra hafi verið hið
eina, sem erlent var af búningnum. Þeir voru með belgvetl-
inga tvíþumlaða, og er auðséð, að Hooker hefur ekki verið
vanur að sjá slíkt handagerfi. Þeir ræddu við Jörund á dönsku
með miklum höfuðhreyfingum og handapati, og þegar eitthvað
var við þá sagt, sem þeim þótti skrýtið, neru þeir sig og óku
sér öllum, svo að fötin nugguðust við hörundið; eignar Hooker
það kláða. Þeim var gefinn matur og átu hann með áköfustu
lyst. Það er einkum tekið fram, að þeir hafi verið svo vel
tentir, að þeim varð ekki skotaskuld úr að vinna á beinhörðu
skipskexi. Tóbak voru þeir mjög sólgnir í, og jafnvel ungling-
ar, fjórtán eða fimtán vetra, teygðu fram hendur til að biðja
um bita, þegar Hooker var að bjóða það. Þeir buðu skips-
mönnum aftur í nefið, og varð Hooker allstarsýnt á baukana,
því að slíkt hafði hann aldrei séð áður; lýsir hann gerð þeirra
greinilega og getur þeirra aðferða, sem Islendingar tíðki, er
þeir taka í nefið. Algengust er sú, að halla aftur höfðinu og