Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Side 41

Eimreiðin - 01.04.1927, Side 41
EIMREIDIN ÚR FERÐABÓK HOOKERS 137 bá höfðu verið gerðar, og kveðst Hooker einnig hafa stuðzt nokkuð við þetta, en lítt gætir þess þó í bókinni. , Annars er inngangurinn mestallur almenn yfirlit, um sögu Islands, um veraldlega og kirkjulega stjórn og embættaskipun, skrá yfir útgjöld og effirlaun til embættismanna og annara, frásögn um skemtanir, dagleg störf, mataræði, tungu, bókmentir, fornleifar, verzlun, mannfjölda, loftslag o. fl. Höfundur hefur ni- a. farið eftir bókum þeirra Arngríms lærða og Troils og frönsku þýðingunni á ferðabók Eggerts og Bjarna, en um stjórnarfyrirkomulag og þvílíkt hefur hann fengið fræðslu hjá Jörundi, þjóðhöfðingjanum sjálfum. Sjálfstætt efni er fátt í þessum kafla. En þegar honum sleppir, taka ferðaminning- arnar við. Þeir Phelps, Jörundur og Hooker stigu á skipsfjöl 2. júní 9S létu út daginn eftir, en 14. júní sáu þeir fyrst til jökla á Islandi. Tveim dögum síðar fóru þeir hjá Vestmannaeyjum, en hreptu ilt veður fyrir Reykjanes og voru í hættu staddir, ef Jörundur hefði ekki tekið í taumana með snarræði sínu. Loks komust þeir inn á Faxaflóa hinn 20., og daginn eftir kom bátur með hafnsögumönnum úr landi. Þar sá Hooker Islend- inga í fyrsta sinni, og fer hann mörgum orðum um þessa menn. Segir hann að þeir hafi verið óhreinir, með hárið fult af nyt og óþrifum, hvorki klipt né greitt, lafandi í flókum á herðar niður. Þeir voru hlýlega klæddir, í ullarskyrtu, stuttu vesti og treyju úr bláu vaðmáli og groddalegum buxum úr sama efni ójituðu, í ullarsokkum með skó úr selskinni eða sauðskinni. Á höfðinu báru þeir hatta með geysistórum börð- um alt í kring, og slúttu þau niður að framan; telur Hooker að hattarnir og hornhnapparnir á fötum þeirra hafi verið hið eina, sem erlent var af búningnum. Þeir voru með belgvetl- inga tvíþumlaða, og er auðséð, að Hooker hefur ekki verið vanur að sjá slíkt handagerfi. Þeir ræddu við Jörund á dönsku með miklum höfuðhreyfingum og handapati, og þegar eitthvað var við þá sagt, sem þeim þótti skrýtið, neru þeir sig og óku sér öllum, svo að fötin nugguðust við hörundið; eignar Hooker það kláða. Þeim var gefinn matur og átu hann með áköfustu lyst. Það er einkum tekið fram, að þeir hafi verið svo vel tentir, að þeim varð ekki skotaskuld úr að vinna á beinhörðu skipskexi. Tóbak voru þeir mjög sólgnir í, og jafnvel ungling- ar, fjórtán eða fimtán vetra, teygðu fram hendur til að biðja um bita, þegar Hooker var að bjóða það. Þeir buðu skips- mönnum aftur í nefið, og varð Hooker allstarsýnt á baukana, því að slíkt hafði hann aldrei séð áður; lýsir hann gerð þeirra greinilega og getur þeirra aðferða, sem Islendingar tíðki, er þeir taka í nefið. Algengust er sú, að halla aftur höfðinu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.