Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 112
208
RITSJÁ
EIMREIÐIN
IV. A. Craigie and Laurence Faucett: A FIRST ENGLISH READER.
X -f- 115 bls. I. B. Hutchen. Edinburgh 1927.
Lesbók þessi tekur við af byrjendabók þeirri í ensku eftir Craigie,
sem nú er svo mjög notuð víðsvegar um heim, þar á meðal í íslenzkum
skólum. Framburðurinn er að sjálfsögðu sýndur með aðferð Craigies
alveg eins og í byrjendabókinni.
W. A. Craigie: ENGLISH SPELLING; ITS RULES AND REA-
SONS. VIII + 115 bls., F. S. Croft & Co., New York 1927.
Ensk stafsetning er langt frá því að vera einföld eða óbrotin, og það
«r nokkuð algeng skoðun, jafnvel meðal þeirra sem hafa talsverða kunn-
átfu í málinu, að hún sé endalaus óreiða. Þetta er þó alger misskilning-
ur, bygður á ónógri þekkingu, því þegar frá eru tekin örfá orð, sem
aflöguð hafa verið fyrir rangan skilning á uppruna þeirra eða skyldleika
við önnur orð (t. d. island), þá er það sannleikurinn, að öll margbreytnin
í stafsetningunni á sér fullkominn sögulegan rétt. Um það getur ekki
verið nema eitt álit meðal þeirra sem hafa þekkingu um að dæma; um
hitt eru aftur á móti skiftar skoðanir, hvort sanngjarnar hagsýniskröfur
geri ekki ýmsar breytingar réttmætar, jafnvel þótt þar með sé vikið feti
lengra frá hinni upprunalegu mynd orðanna.
Af öllum þeim mönnum, sem nú eru uppi, mun prófessor Craigie hafa
dýpsta og víðtækasta þekkingu á enskri tungu. Það er því vel að hann
skuli hafa tekið sér fyrir hendur að semja ódýra og handhæga bók, er
rekur heimildirnar fyrir öllum þeim afbrigðum, sem fyrir koma í staf-
setningu málsins, og eftir þrjátíu ára starf við Oxford orðabókina hafði
hann ærið góða aðstöðu til þess. Bók hans er, eins og vænta mátti,
einkar ljós og aðgengileg og efninu flokkað niður á hinn hagkvæmasta
hátt. Hún mun reynast kennurum ómetanlega gagnleg handbók. Einnig
munu allir þeir, sem af alúð leggja sig eftir að nema enska tungu, taka
henni með þökkum, því hún bregður vafalaust ljósi yfir margt, sem þeir
höfðu ekki áttað sig á, einkanlega um uppruna og efniviðu málsins.
Sn. J.
Til hægðarauka fyrir lesendurna útvegar Afgreiðsla Eimreiðarinnar hverja
fáanlega útlenda og innlenda bók sem vera skal, enn fremur útlend tímarit og
blöð, án nokkurrar álagningar, en með pöntun verður að fylgj'a burðargjald
og andvirði hins umbeðna, eða að minsta kosti einhver hluti þess.