Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 18
114 ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI eimreiðiN friðsamari en aðrir menn, að þeir létu mönnum að ósekju haldast uppi að særa helgustu tilfinningar sínar, án þess að rísa andvígir í móti og bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta kom líka ótvírætt í ljós gagnvart kristniboðum þeim, sem á tveimur síðustu áratugum tíundu aldarinnar heimsóttu ísland, þeim Þorvaldi víðförla, Stefni Þorgilssyni og Þang- brandi, sem allir voru dæmdir sekir, fjörbaugsmenn eða skóg- gangsmenn; en það var dauðahegning þeirrar aldar. Urðu þeir því allir að flýja úr landi og sluppu með naumindum lifandi úr greipum heiðingjanna. Og þegar þeir Þorvaldur og Friðrekur biskup komu til Hegranesþings, »þá hljóp upp allur múgur heiðinna manna og runnu á móti þeim með miklu ópú sumir börðu grjóti, sumir skóku að þeim vopn og skjöldu með harki og háreysti, báðu guðina að steypa sínum óvinum, og var engi von, að þeir mættu koma á þingið«. Gagnvart Stefni gengu menn svo geyst, að menn brutu hin fornhelgu ættarbönd og samþyktu ný lög, er skylduðu heiðna frændur kristinna manna að sækja þá til sektar, af því að kristnin væri frændaskömm, óþolandi blettur á ættinni. Þá var og Hjalti Skeggjason dæmdur sekur um goðgá (guðlöstun) fyrir kviðling sinn um goðin á alþingi árið fyrir kristnitökuna (999), og gekk Runólfur goði í Dal þá svo hart að, að hann lét þrívegis setja dóminn, og tókst fyrst að fá dómsúrslit, er hann lét setja dóminn á brúnni yfir Oxará og verja báða brúar- sporðana með vopnuðu liði. Og á sjálfu kristnitökuþinginu árið 1000 stóð meginþorri hinna heiðnu manna svo fast fyrir, að þeir ætluðu að verja kristna flokknum vígi þingvöllinn. Og er það ekki tókst, af því hinir urðu fljótari til en búist var við, lá við sjálft, að í bardaga slægi á helguðu þingi. Þá efldu menn og til mann- blóta til að verjast hinum nýja sið, og heiðingjar og kristnir sögðu sig úr lögum hvorir við aðra, svo að að því var komið, að þjóðveldið klofnaði í tvö sjálfstæð ríki, hvort öðru óháð og hvort með sínum sérstöku lögum. Sýnir þetta alt, að hinum heiðnu mönnum var næsta ant um trú sína og höfðu fullan hug á að verjast hinum nýja sið til þrautar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.