Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 100
eimreidin
VIÐ HVÍTÁRVATN. [í 3. hefti Eimr. 1924 var sú spurn-
ing lögð fyrir lesendurna, hverjir væru fegurstu staðirnir á
íslandi. Mörg svör bárust ritstj. við þessari spurningu, og enn
þá eru öðru hvoru að koma athuganir og svör út af henni.
Nú þegar sumarferðir um landið eru um það bil að byrja, á
vel við að rifja upp eitthvað af því, sem sagt hefur verið um
fegurstu staðina, og er eftirfarandi kafli úr nýlega meðteknu
bréfi frá manni, sem ferðast hefur víða hér og erlendis, en
hvergi hitt fyrir meiri náttúrufegurð en við Hvítárvatn. Er það
mál flestra, sem þangað hafa komið, að óvíða sé fegurra á
íslandi.]
— — — Hvað er það fegursta, sem þú hefur séð á íslandi? Þessi
spurnir.g hefur sennilega verið borin upp fyrir þér, ekki einu sinni eða
tvisvar, heldur oft og mörgum sinnum. Hafir þú ferðast nokkuð að ráði
um landið, verður svarið vandasamara vegna þess, að þú hefur um svo
margt að velja, marga fagra staði, sem þig langar til að telja fegurstu
staðina, eða svo er það fyrir mér að minsta kosti. En þó er það einn
staður hér á landi, sem ég tek fram yfir alt annað, sem ég hef séð af
náttúrufegurð, bæði utan lands og innan — og þessi staður er Hvítár-
vatn og umhverfið þar. Eg ætla að taka þig með mér þangað og sýna
þér það sem ég sá, eins vel og mér er unt.
Við tjöldum einhverstaðar í Hvítárnesi, helzt svo hátt, að við sjáum
vel yfir, bæði vatnið og jöklana. Það er hásumar og blíðuveður. Dimm-
bláar skúrir eru í austri og suðri, en sólin skín á jöklana og spegilslétt
vatnið. Mér finst ég vera kominn í feiknastóra kirkju, þar sem himininn,
dimmblár af skúraskýjum, er hvelfingin, jökullinn, bjartur og sólglæstur,
altarið og vatnið er kórinn. Hvítar ísborgir svífa um vatnið, eins og kór-
drengir eftir dularfullri skipan, og hverfa ein og ein út um suðurdyrn-