Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 36
132
BJÖRG í NESl
EIMREIDIN
vel, og Gróa dvaldi viku í Nesi. Var það þó ekki vani hennar
að sitja svo lengi yfir konum, nema þegar beztu vinir hennar
áttu í hlut.
Leið nú svo veturinn fram undir sumármál, að aldrei var
minst á að flytja Vigdísi. Drengurinn dafnaði vel, rann upp
eins og fífill, sagði fólkið. Þá var það einusinni sem oftar að
gestir komu að Nesi. Einn af mönnum þessum var hreppstjor-
inn úr sveit þeirri, sem Vigdís átti. Hann kom að máli við Jón
bónda og spyr, hvað hann muni taka með Vigdísi tíma þann,
sem hún hafði dvalið hjá honum, »er nú færð orðin góð, svo
ég er að hugsa um að sækja hana bráðum, svo ekki þurfi að
gefa Iengur með henni«. Jón kvað hann skyldi tala um þaö
við konu sína, en ekki sig, því hún hefði tekið hana og hefði
af henni allan veg og vanda. Sneri hann sé þá að húsfreyju
og mælti: »Heyrt hef ég það, Björg, að þú hafir unnið misk-
unarverkið, og hverju skal nú launa?« »Ekki eru það miskun-
arverk, sem tekið er fé fyrir, og ekki hef ég gert þetta i
launaskyni. En hvernig ætlar þú að sjá fyrir ráði VigdísaB
ætlar þú að bjóða hana upp á vorhreppskilum og hrekja fra
henni barnið og koma drengnum fyrir hjá þeim, sem minsta
heimtar meðgjöfina og verst fer með hann? Það er vana
meðferðin á svona vesalingum, og ilt þykir mér að vita, að
þau sæti slíkum kjörum. Viljir þú nú nokkuð fyrir mín orð
gera, þá sjáðu til þess, að þau verði ekki sundurslitin, og ÚL
vega þú Vigdísi góðan stað, þar sem hún fær að hafa barnið
með sér án þess að tekið sé með því, hún er bæði dygg °9
dugleg, og enginn ætti að hafa skaða af því að gefa henni og
drengnum að borða fyrir verk hennar; ég skal senda henni
og drengnum spjarir, mig munar ekkert um það«. HrepP'
stjórinn þagði litla stund, svo gekk hann til Bjargar tók 1
hönd hennar og sagði: »Ekki er ofsögum sagt, Björg, af 5°^'
mensku þinni og höfðingsskap, og ekki má minna vera an
að þú fáir þessa þína ósk uppfylta. Ég skal sjálfur taka VigdrS1’
því mig vantar vinnukonu nú á krossmessunni, og mig munar
ekkert um að taka drenginn líka, ég skal fara vel með þau*-
»Þetta er drengilega mælt«, sagði Björg, »og er mér nú mikið
meir en fullborgað það lítið sem ég hef gert«. Húsfreyja kom
nú að máli við Vigdísi og sagði henni, hvernig komið var