Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 75
Eimreiðin ALÞ]ÓÐARÁÐ OG RÍKI í EVRÓPU 171
endur 97,5%, Grísk-kaþ. 1,7%, Rómv.-kaþ. 0,02%, aðrir trúflokkar
0,78%.
12. FRAKKLAND. Stærð: 550 986 □ km. Fólksfjöldi: 39 870 000.
Höfuðborgr; París með 2 906 472 íb. Stjórnarskrá frá 1875 og 1885. Þjóð-
þingið er í tveim deildum: Ed. með 314 þm., nd. 626 þm. Forseti franska
lýðveldisins er Gaston Doumergue (kosinn 13. júní 1924). Síðan ófriðn-
uni mikla Iauk, hafa fimtán sinnum orðið stjórnarskifti í Frakklandi.
13. GRIKKLAND. Stærð: 140 135 □ km. Fólksfjöldi: 6 435 000.
Höfuðborg: Aþena með 385 026 íb. í marzmánuði 1924 samþykti þjóð-
þingið að steypa konungsstjórninni. Landið var Iýst lýðveldi og 29. sept.
1925 gaf þingið út stjórnarskrá. Forseti lýðveldisins er Paul Condouritis.
Grísk-kaþ. eru fjölmennasti trúflokkur í landinu.
14. HOLLAND. Stærð: 34 218 □ km. Fólksfjöldi: 7 416 419. Höfuð-
Wilhelmina. Victor Emanuel III. Denito Mussolini
borg: Haag með 344 600 íb. Þingb. einv. Ríkisstjórnandi: Wilhelmina
drottning. Trúarbrögð: Mótmæl. rúml. 3’/2 milj., rómv.-kaþ. um 2lh milj.,
Gyðingar rúm 100 þús., utan kirkjufélaga 534 000.
15. ÍRSKA FRÍRÍKIÐ. Stærð: 68 873 □ km. Fólksfjöldi: 2 972 802.
Höfuðborg: Dublin með 316 471 íb. Stjórnarskrá frá 1922. Landstjóri:
Timothy Michael Healy. Samþykki brezku krúnunnar þarf til þess, að
frumvörp frá þjóðþingi fríríkisins verði að lögum.
16. ÍSLAND. Stærð: 103 000 □ km. Fólksfjöldi: 100 000. Höfuðborg:
Reykjavík með 20 657 íb. (1924). Konungsríki í konungssambandi við
Danmörku. Stjórnarskrá: 18. maí 1920. Trúarbrögð: 99%% Ev.-lúthersk.
17. ÍTALÍA. Stærð: 309 720 □ km. Fólksfjöldi: 39 860 000. Höíuð-
borg: Róm með 767 983 íb. Þingbundið einveldi. Konungur Victor Ema-
nuel III. Sem stendur því nær algert einræði forsætisráðherrans Benito
Mussolinis og flokks hans. Fascistaflokkurinn, sem styður Mussolini, er
hálf miljón manna. Auk þess hefur hann 300 000 manna fastan hervörð.
Mussolini gegnir sjö ráðherraembættum í senn. Vald konungs og þjóð-
þings er mjög takmarkað. Trúarbrögð: Rómv.-kaþ. (95,1%).
18. JUGOSLAVÍA. Stærð: 248 987 □ km. Fólksfjöldi: 12 492 000. í
nóv. 1918 gengu Slavar frá Croalíu, Slavoníu, Albaníu, Istríu, Dosníu,
Herzegovínu, Suður-Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi saman í