Eimreiðin - 01.04.1927, Blaðsíða 56
152
W. A. CRAIGIE
EIMREIÐlN
eftir hljóðfræði og kendi hann Craigie mikið í þeirri grein,
enda má geta sér þess til, að sú kensla hafi ekki verið neitt
þrautaverk. í hans höndum var það sem Craigie sá fyrsta
heftið af Oxford orðabókinni er hún byrjaði að koma út 1884,
en fráleitt hefur hann þá órað fyrir því, að við þá bók mundi
hans eigið nafn verða órjúfanlega tengt um ókomnar aldir.
Allan þenna tíma hélzt áhugi hans fyrir gelskunni, enda skorti
þar ekki hvatningu frá elzta bróður hans, James Craigie, sem
numið hafði þá tungu til hlítar, bæði bóklega og með því sð
umgangast Hálendinga er hana töluðu.
Eftir að Craigie hafði náð svo langt, að svara mundi til
stúdentsprófs hjá okkur, hélt hann áfram námi við háskólann
í St. Andrews. Auk hinna reglulegu námsgreina las hann nu
af kappi fornskozkar bókmentir, sem hann átti greiðan að-
gang að í bókasafni háskólans, og hélt hann því stöðugt á-
fram meðan hann var í háskólanum. Af þeim átta handritum,
sem til eru af Wyntouns Orpgpnale Cronykil of Scotland, er
eitt þar í háskólabókasafninu, og með rannsóknum sínum a
því síðasta námsvetur sinn við háskólann (1887—8) uppgÖtv-
aði Craigie fyrstur manna hvernig þetta rit var til orðið-
Chronicle þessi er saga Skotlands í bundnu máli frá yz*u
forneskju til þess er Jakob I. erfði ríkið 1406. Hún er hið
mesta bákn og hefur alveg ómetanlegt málfræðisgildi auk þess
sem hún er merkileg söguheimild eftir að sannsögulegir tímar
taka við. Sama veturinn lærði Craigie einnig þýzku, en þa
var öðruvísi ástatt um nám nýju málanna en nú er, og varð
hann að leggja það á sig að sækja kensluna til Dundee úr
sjálfri háskólaborginni. Er það 15 mílna (25 km.) járnbrautar-
ferð, sem tók hann hálfa aðra klukkustund hvora leið. Mundi
sumum hafa þótt það full-langur skólavegur og einhverntíma
látið kenslustund úr falla. í Dundee lærði hann einnig frönsku
og aðallega á Revue des deux mondes, sem lá frammi a
lestrarsal alþýðubókasafnins þar. Við háskólann voru aðalmálin
gríska og latína, og lagði Craigie hina mestu alúð við bæði-
Sem dæmi um skarpskygni hans má geta þess, að mælt er,
að þá tæki hann eftir því einkenni á síðustu bókinni af Lýð-
riki Platós, sem sannaði það endanlega, að ritið væri réttilega