Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1927, Page 22

Eimreiðin - 01.04.1927, Page 22
118 ÞORGEIR LJÓSVETNINGAGOÐI eimreiðin eins mikill höfðingi og Síðu-fia/Iur með austansveit sína og sifjalið, ásamt nokkrum dreifingi annarstaðar af landinu, þá var flokkurinn orðinn býsna öflugur. Enda sýndu og úrslitin, að hann mátti sín mikils. Og þó mundi liðsafli forkólfa kristnitökunnar líklega hafa hrokkið skamt og úrslitin máske orðið önnur, ef ekki hefði fleira orðið þeim til liðsauka. En fyrir því höfðu þeir Gissur og Hjalti séð í samráði við Olaf Tryggvason. Ólafur konung- ur hafði sem sé haldið eftir í gislingu fjórum ungum íslend- ingum, unz útséð yrði um erindislok þeirra Gissurar. Og það voru engin smámenni, heldur synir helztu höfðingja landsins. Og þeir voru þannig valdir, að einn var úr hverjum lands- fjórðungi: Úr Austfirðingafjórðungi Kolbeinn Þórðarson Freys- goða (og bróðir Brennu-Flosa); úr Norðlendingafjórðungi Halldór, sonur Guðmundar ríka á Möðruvöllum; úr Vestfirð- ingafjórðungi Kjartan, sonur Ólafs pá í Hjarðarholti, og úr Sunnlendingafjórðungi Svertingur, sonur Runólfs goða í Dal. Er auðsætt, að þeir Gissur og Hjalti hafa verið í ráðum með konungi um valið, því hann gat tæpast af eigin dáðum haft svo mikinn kunnugleik, að hann gæti valið gislana svo haganlega, þar sem úr jafnmörgum var að velja, sem þá voru staddir í Niðarósi. Má og vera, að þeir hafi einnig átt upp- tökin að því, að nokkrum gislum var eftir haldið, því þeir vissu manna bezt, hve margfalt linari mótstaða þessara heiðnu goða og fylgiliðs þeirra mundi verða, er synir þeirra sætu í lífshættu í Noregi hjá Ólafi konungi, sem alkunnur var fyrir grimd sína og pyntingar gegn þeim, sem ekki vildu trúna taka eða lögðust á móti kristninni. Þess finst heldur ekki getið í frásögninni af kristnitökuþinginu, að nokkur þessara goða hafi haft sig í frammi og andmælt kristninni. ]afnvel sjálfur Run- ólfur goði í Dal, sem árinu áður hafði verið svo æstur og sýnt svo mikla rögg af sér til að fá Hjalta Skeggjason dæmd- an sekan um goðgá, þegir nú eins og steinn og virðist ekki einu sinni hafa maldað í móinn, þegar Hjalti við skírn Run- ólfs storkaði honum með orðunum: »gömlum kennum vér nú goðanum að geifla á saltinu«. Má þó nærri geta, að hon- um hefur ekki verið allskostar rótt innanbrjósts. En hann hugsaði til Svertings sonar síns hjá Ólafi konungi og vissi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.