Eimreiðin - 01.07.1936, Page 93
ElMnEIÐIN
HRÉF ÚR MYRKRI
309
ráða af dögum. Ég herti á mér, og þeir þöndu gæðing-
ana á eftir mér á ísnum. Ég tók á öllu sem ég átti, og það
*ar að draga sundur með okkur. Eg sá hól fram undan mér
a sléttunni. Lítinn hól, með vörðubroti efst. Það var frið-
lielgur staður, kirkja, ef ég kæmist þangað, áður en þeir
n*ðu mér, var ég sloppinn. En þá sneru þeir alt í einu upp
af ísnum, og riðu lieim á næsta bæ. Ég heyrði að þeir skröf-
l'ðu hátt saman, og annar þeirra hló. Ég hægði á mér, komst
að hólnum og settist þar niður, móður eftir hlaupin.
Ég var kominn langt fram í dal, sá ljósið á Hóli langt,
^angt út frá. — Ég undi svo vel i þessum dal.
íJegar ég var kominn hér um bil hálfa leið út að Hóli
aftur, sá ég að einhver kom á móti mér á skautum. I5að var
k°na, og hún kom beint á móti mér. Hún fór vel á skautum,
Slæsilega, og ég þekti hana fljótt. Það var kona sj'slumannsins.
H(;olt kvöld«, sagði hún, þegar hún mætti mér og nam staðar.
>JI3ér eruð þá á skautum! Ég hélt þér kynnuð ekki á skautum«.
Ég tók ofan virðingarfyllst fyrir konu sýslumannsins, hús-
móður minni og fegurstu konu í dalnum. — »Jú«, sagði ég,
)>eg kann nú samt dálítið. En ég á ekki skauta. Björn lánaði
niér sína skauta«.
"Það eru slæmir skautar«, sagði hún. »Björn er enginn
skautaniaður. Eg er á leiðinni yfir að Hoíi, þarf að finna
prestskonuna. Bi nenti ekki með mér«.
Ég leit út að Hoíi. Hún sá það.
»Veðrið er svo gott«, sagði hún skjótlega, »þess vegna fór
e8 þenna krók fram eftir. Svo indælt veður, ég vissi ekki af
nier fyr en ég var komin svona langt«.
>}Og svo varð ég til þess að trufla yður«, sagði ég. —
"Langt frá því«, sagði liún og kom nær mér. »Eg var ein-
^dt svo heppin að mæta yður. Eg geri mér enga samvizku
a; þvi, þótt ég liafi truflað yður. Svona er ég vond«. Hún hló.
"Viljið þér koma með mér yfir að Hofi?«
"Auðvitað vil ég það«, sagði ég og ætlaði að fara af stað.
"Ætlið þér ekki að bjóða mér að leiða mig?« sagði hún
°§ koni enn þá nær mér.
Hún er fremur lítil vexti og andlitið einkennilegt. I5að eru
kannske augun, sem gera það svo óvanalega einkennilega fagurt.