Eimreiðin - 01.07.1936, Page 106
322
BRÉF ÚR MYRKRI
eimbeiðin
»0g svo gleymdi ég hárkambinum, sem þér haldið a(<’
sagði hún alt í einu og brosti. »Hárkambinum, sem þér haflð
verið að leika yður að«.
Ég hrökk við, ég hélt á hárkambinum hennar í hendinni-
»Já, ég fann hann á góllinu, þegar þið voruð farin. Ég tók
hann upp, lil þess að enginn stigi ofan á hann«. Iig rétti
henni kambinn.
»Nei«, sagði hún. »Gejrmið þér hann, þangað til ég ketf>
heim aftur. Ég lief annan«. Hún hikaði við augnablik
svo fór hún, — Ég lá eftir. Með hrópið á vörunum, seitf
aldrei kom. Þögnin var svo heilög, að ekkert mátti rjúfa liana-
Eg fór villur vega. í hverju spori fótum tróð ég blóm.
Augun hennar eru stundum eins og opin bók. Og það voru
tár í þeim. í mínum augum eru ekki tár. En einhversstaðai
langt inni i myrkri hugans hlæðir — blæðir —.
Hún gleymdi hárkambinum sínum, þeim sem ég held a
og leik mér að í einverunni, þegar fólkið er við messu. Har-
kamburinn, þessi litli silfurgripur, hann segir engum frá Þvl’
sem ég tala við liann.
Irmelín! Viltu gefa mér eitthvað, sem sýnir mér að þe^a
er veruleiki, en ekki draumur. Eitthvað, sem glóir í myrk1'1-
VI.
Það er komið milli jóla og nýárs, jólin sjálf liðin, hávaða
laust. Jólin breyta engu nú orðið, áður voru þau svo st°i
og dýrðleg, þess vegna eru þau enn þá minni en ella helð1
verið nú, þegar þau hafa ekki lengur neitt að færa. I>eeal
einhver stór gleði hregst hvað eftir annað, hættir liún satfd
ekki að vera til. En hún breytist í söknuð og kvöl.
Á Hóli skortir ekki mat, hita og ljós. Alt þetta var s'°
nægta-nóg fyrir jólin, en þó var enn þá bætt við það Þa’
Fólkið var í sparifötunum, át og drakk og hlustaði á gu^s
orð, bæði í kirkju og heima. Söng guði dýrð, glatt og
niett-
Lifið kvöl? Heillabörnin! Því hefði maður aldrei trúað 1
öllum þeim gnægtum. — Sjálfsagt væri lífið einskis virði, e
því fylgdi ekki kvöl. Aðeins þarf orsökin til kvalarinnar 3
vera nógu stór.
Það er oft svo vont að þekkja þær sundur, Sælu og E'