Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 20
252
VÉR VERÐUM AÐ ÚTRÝMA STYRJÖLDUM
EIMREIÐIN
Neðri málstofan samþykti þessi útgjöld, þá sé hún samkoma
brjálaðra manna. Auðvitað væri slíkt eigi að síður rangt. Þeir,
sem eru fylgjandi vígbúnaði, eru það í þeirri veiku von, að
ótti þeirra við stríð rætist ekki, eða að þeirra eigin þjóð sleppi
að minsta kosti ósködduð úr þeim hildarleik. En þetta er harla
heimskuleg aðstaða og næsta ótryggileg. Svo mikið ættum vér
að hafa lært af síðustu heimsstyrjöld og ástandinu síðan henni
lauk, að enginn svo mikill auli er á meðal vor, að hann ekki
sjái fyrir sér þá algeru eyðileggingu, sem nýr heimsófriður
niundi valda. Hver einasti hermálaráðherra veit, að með þeim
hræðilegu vítisvélum, sem gerðar hafa verið upp á síðkastið
og eru í smíðum, er ekki nema ein leið til út úr nýrri styrjöld,
sem sé tortíming.
Því betur sem ég hugsa um árangurinn af „heimsstvrjöld-
inni miklu“, því vissari verð ég í minni sök um að nýr heims-
ófriður, þar sem annarhvor aðiii sigraði hinn, mundi ekki leiða
til minni bölvunar en friðarsamningarnir frá 1918 höfðu í för
með sér. Styrjaldir hafa altaf leitt af sér aðrar nýjar. Þegar
stjórnmálamenn sigurvegaranna frá 1918, sem réðu sér ekki
fyrir gleði yfir sigrinum, settu hinum sigruðu úrslitakost-
ina, þá vissu þeir flestir ósköp vel, að um leið og þeir skrit-
uðu undir samningana og tóku þátt í fagnaðarlátunum, þa
voru þeir ekki að undirskrifa neina friðarsamninga, heldur
þvert á móti að tryggja Evrópu nýjar styrjaldir, nema því aö-
eins að takast mætli síðar að beita viturlegri ráðum. Ég skal
með ánægju játa, að síðan 1919 hefur mikið verið gert til þess
að endurbæta þessa samninga, og hafa stjórnmálaménn eins
og þeir Arthur Henderson, Briand, Stresemann og Austin
Chamberlain átt drjúgan þátt i því. En þeim tókst þó ekki að
koma í veg fyrir bölvun samninganna, af því allar þjóðir voru
lostnar skelfingu út af ófriðarhættunni. Og nú hvílir vígbún-
aðurinn í Evrópu eins og martröð á oss öllum.
Eg hata ruddaskap og skefjulausa óbilgirni allra ríkisstjórna
á ófriðartímum, hvort sem um borgarastyrjöld eða milliríkja-
styrjöld er að ræða. Menn, sem heima fyrir eru ástríkir feður
og góðhjartaðir í umgengni við alla, hika ekki við að beita
miskunarlausu umsátri, sem hægt en örugt veldur hungur-
dauða manna, kvenna og barna, eða láta flugvélar varpa