Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 12
244
Á HVAMMSHEIÐI
EIMREIÐIN'
hann litaðist um. Þegar við komum uppá heiðina og settumst
á hak reiðhestunum, saup hann allstóran teyg úr flösku, sem
hann hafði í vasa, linikaði sér til á hestinum, sló í hann og þó
laust og þvílíkt að hann væri dýravinur, lét hann reisa höfuð
og tölta léttilega fram með lestinni. Fór svo að kveða gamla
vísu:
„Ólafur í Ólafsfjarðarmúla.
Ólafur keipar ólinni.
Ólafur, gáðu að sólinni.
Þetta, þessi áminning um að gæta að sólinni, það er nokkuð,
sem er að mínu skapi. Ég hef heyrt að þú bragðir ekki vín, og
því býð ég þér ekki sopa. Ég hef mína trú, vil hafa hana óá-
reittur og ætla öðrum rétt lil hins sama. En bölvuð vitleysa er
þetta bindindi þitt. Ekki er lífið of skemtilegt þó maður taki
sér einstaka sinnum glaða stund. Taki hana, segi ég. Taki liana
með valdi, segi ég. Og það get ég með aðstoð vínsins — og ekki
öðruvísi.“
„En eltirköstin,“ sagði ég.
„Eftirköstin. Þau eru ekki bölvaðri en margt annað, sem
bölvað er og ekki verður undan komist.“
„Jæja. Ég þekki þig lítið og skal ekki um þín eftirköst dæma.
En heyrt hef ég það um þig sagt, að vínið hafi ektíi orðið þéf
altaf að hamingjulind. Og um eftirköst af vínnautn hefur mér
sýnst, að þau snertu of marga til þess að þeim væri bót mæl-
andi. A það, að taka gleði með valdi, trúi ég heldur ekki mikið.
Og mér hel'ur sýnst um drykkjuskap — og reyndar fleira —
að menn séu fremur teymdir út í þessháttar, og jafnvel hraktir
stundum nauðugir viljugir, sem kallað er, en að það sé til
komið af svo nefndum frjálsum vilja.“
„Nú. Trúirðu því ekki að viljinn sé frjáls — eða hvað?“
„Nei; ég trúi ekki mjög á það. Ekki svo að skilja, að ég haldi
því fram, að viljinn sé allsendis ómáttugur. Hinu held ég fram,
að hann muni vera lögum háður, lögmálum, sem hann getur
ekki hrotið — rétt eins og hvað annað, sem er og skeður.“
„Þessi samræða hefur tekist öðruvísi en ég ætlaðist til 1
byrjun,“ sagði nú Brandur eftir nokkra þögn. „Og verst er —
og þó ef til vill bezt — að þú hefur snúið vopni í hendi minm
og beint á sjálfan mig. Ég hef veitt lífinu talsverða athygli —•