Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN
A HVAMMSHEIÐI
249
langt þangað til, að ég legg út á djúpið á eftir henni. Minstu
þessara oi'ða minna, er þar að kemur.“
Segðu mér nú nokkuð, lesari góður! Getur þú gert þér í hug-
ni'lund, að þér verði nokkurntíma sögð svona saga í fólks-
flutningabíl? Líklegt finst mér það ekki. Þetta máttu ekki skilja
þannig, að ég hafi andúð gegn bílum og bílaferðum. Það hef
e§ ekki. Alt hefur nokkuð til síns ágætis. En sagan hans
^rands á Bakka finst mér altaf að bezt eigi heima í víðum, kyr-
látum heiðageimi. Eða þá á sjávarbakka, þar sem við blasir
hið víðfeðma haf.
Alt hefur nokkuð til sins ágætis, og alstaðar má finna ham-
InSjuna, sem við leitum að; þetta, sem við þráum eins og nokk-
urskonar algleymi í líðandi stund — en finnum reyndar aldrei
nema í molum. Frá einni slíkri stund ætla ég nú að segja þér,
Aður en ég lýk máli mínu. Þá erum við Brandur staddir á brún,
þar sem Hvammsheiðarvegi tekur að halla niður að Yzta-
H'ainmi og sér yfir allstórt svæði af Aðaldal. Þokubreiða hvílir
^íir mestöllum dalnum, og á hana er stráð dásamlegum regn-
b°galitum af hækkandi morgunsól. Um Hvamma austanvert er
þokulaust. Klukkan er að ganga 5. Niður heyrist frá Brúar-
i°ssum. En enginn fugl heyrist syngja. Enginn bæjareykur sést.
^g ég minnist sagnarinnar um munkinn, sem átti að hafa
kengig í sitóg og dvalið þar litla stund að honum fanst, en sem
’eyndist þó í venjulegum mannheimi 300 ár. Hann kemur
b niin þessi andblær, sem snertir þvílíkt að tíminn hverfi;
snertir eins og eitthvað, sem eilíft er; eitthvað upphafslaust
°g endalaust. Og þó jafnframt sem angandi, gróandi vor.
í þessum umbúðum kom hún til mín áðan sagan hans Brands
a Bakka — og var þá eins og dálítil hnífsstunga fylgdi. Skil-
Urðn það? _____
^tnttu eftir Hvammsheiðarförina frétti ég, að Brandur væri
látinn.
Sigurjón Friðjónsson.