Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 86
EIM REIÐIN
Enn um berklasýki á íslandi.
[Grcin sú, scm hér fcr á eftir, cr eftir
landa vorn í Winnipeg, lækninn M.
Halldorson, sem um síðastliðin ]>rjátiu ár
hefur iagt sérstaka stund á lungnasjúk-
dóma og gerir ]iað enn. Dr. M. B. Hall-
dorson er Austfirðingur, fæddur á Úlfs'
stöðum í I.oðmundarfirði árið 1869, en
fluttist með foreldrum sínum, Birni Hall-
dórssyni og Hólmfríði Einarsdóttur, til
Vesturheims árið 1884. Hann hefur ýmist
átt lieima í Norður-Dakota eða í Manitoba
síðan. Útskrifaðist i læknisfræði við Mani-
toba-háskólann árið 1898, og liefur stund-
að læknisstörf síðan, nitján ár í Norður-
Dakota, en tuttugu ár í Winnipeg. Grein-
in er svo þörf og mikilsverð aukning við
þær rökræður um sama mál, sem nýlega hafa fram farið í þessu riti, að
henni er skipað hér rúm samdægurs og liún harst mér í hendur.
Ritstj.]
Eitt er það, sent aldrei er á minst, þegar um framfarir íslands
á síðari árum er að ræða, það er berklasýkin eða lungnatær-
ingin. Um verklegar framfarir er talað, um ýmsar bætur Á
kjörum manna og um minkun barnadauða, en framfarir við-
víkjandi tæringunni, eða lækningu hennar, eru aldrei orðaðar.
Væri þó til þess ætlandi að þær hafi einhverjar orðið, þar
sem ríkið liefur nú bvgt tvö heilsuhæli fyrir land með rúm-
um hundrað þúsund íbúum. Ætti það sannarlega að gera strik
í reikninginn. En sannleikurinn mun vera sá sami á íslandi
sem annarsstaðar. Heilsuhælin fækka dauðsföllum úr tæringu
og öðrum tegundum berklasýkinnar þegar bezt gengur, en
hún heldur áfram að sýkja eftir sem áður. Hælin eru full
og verða fljótlega full þó þeim sé fjölgað, því þó þau séu
nauðsynlegar stofnanir, eru þau og verða ætíð mjög lítils virði
sem varnir gegn útbreiðslu sjúkdórosins. í Manitoba, til dæmis,
voru G6 ný berklasýkis-tilfelli skráð síðastliðinn maí, og eru