Eimreiðin - 01.07.1937, Blaðsíða 48
EIMREIÐlN
Blindi-Jón á Mýlaugsstöðum.
Eftir Guðmiind Friðjónsson.
Hann inisti sjónina á barnsaldri, sofnaði uppgefinn af erli
og rennvotur í fætur og vaknaði fárveikur af hita, höfuðverk
og augnakvöl. Þannig sagði hann mér söguna þá, og í þeirri
veikindalegu varð hann sjónlaus. Hann lifði í myrkrinu um 70
ár, hugrakkur og hraustur. En aldrei kvaðst hann gleyma þeiin
ofhoðslegu þrautum, sem hann leið þau níu dægur, sem eldiu’
þjáninganna brann í augnatóftum hans og höfuðkúpu, og lvkt-
aði þannig, að skjallhvít himna var þanin yfir sjáaldur augna
hans, en rauður bólgulitur festur innan í hvarmana; og þar sat
hann til æfiloka, sá bólgu þroti.
Blindi-Jón var Mývetningur að ætterni. Hann taldi sig vera
launson sr. Jóns í Reykjalilíð. (Guðrún, móðir Þorgils gjall-
anda, mun hafa verið laundóttir hans.) Ekki var þó Blindi-Jón
líkur Reykhlíðingum í sjón né heldur að hátterni. En karlmenni
var hann að burðum, svo sem Reykhliðingar voru. Ég spurði
gamla manninn eitt sinn um þessi mál. Hann sagði mér, að
hann hefði spurt í'rétta móður sína að þessu leyti. Hún hrá á
glens, gamla konan og mælti — út í hött:
„Hvernig geturðu látið þér um munn fara þetta og annað
eins, drengur! Þú sem ert af öllum talinn lifandi eftirmyndin
hennar móður þinnar.“
Sumar konur, sem „lifað hafa æfintýr“, verða eigi mállausar,
þó að þær sé „kallaðar fyrir rétt“. Ein kona í grend við móður
Blinda-Jóns, en yngri miklu, var grunuð um að hafa átt sinn
eina son með mikilsháttar manni, annarar húsfreyju, en sjálf
þóttist hún vera vargefin. Sonurinn spurði móður sína eitt sinn
um faðerni sitt. Hún leit út í eldhúsgluggann og saug upp í
nefið og mælti svo, heldur dræmt: „Ekki er nú svo mikið um,
drengur minn, að ég hafi nokkurntíma komist í hendurnar á
manni.“ Stráksi fékk eigi fleiri orð af vörum móður sinnar.
En svo virtist mér, sem hann kvngdi munnvatni sínu, þegar
hann sagði mér þessa skrítlu.